Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 103
97
ar á betri tóttum er vol. Landn. segir bls. 58 : „Björn gullberi
nam Reykjardal enn syðra, ok bjó á Gullberastöðum; hans son
var Grímkell goði í Bláskógum; hann átti Signýju Valbrandsdótt-
ur Valþjófssonar ; þeirra son var Hörðr, er var fyrir Hólmsmönn-
um. Björn gullberi átti Ljótunni, systur Kollgríms ens gamla.
SvarthöfðiatReyðarfelli varannarrson þeirra; hann átti þ>uríðiTungu-
Oddsdóttur. peirra dóttir f>órdís, er átti Guðlaugr enn auðgi; f>jóst-
ólfr var enn þriði son Bjarnar, fjórði Geirmundr“ Sbr. Njáls s. bls. 37.
Reykjalaug er ofar í dalnum fyrir neðan Reyki, millum
þeirra og Brennu. Hún er ekki stór, og eru lítil mannaverk á
henni. Nú er Reykjalaug kölluð Krosslaug. þ>að er merkilegt
við hana, að Vestanmenn vóru þar skirðir, er þeir riðu af þingi,
þegar kristni var lögtekin. Kristnisaga, bls. 25 : ,,f>at sumar var
skírðr allr þingheimr, er menn riðu heim; flestir Vestantnenn
vóru skírðir í Reykjalaugu í syðra Reykjardal“. þetta sýnir enn,
að það hefir verið almenningsvegr Vestanmanna að ríða Reykjadal
og Uxahryggi bæði af alþingi og á, eins og eg hefi áðr sagt;
sbr. Árb. fornleifaf. 1880 og 1881, bls. 39. Um Lundarreykjadal-
inn að ofanverðu skal meira talað síðar. Síðan fór eg ofan að
Lundi aftr og var þar um nóttina.
Hoftóttin á Lundi í Syóra Reykjadal.
Eg hafði fyrir löngu spurt upp, að hér væri hoftótt, enn hafði
þó aldrei skoðað hana áðr. f>að var ætlan min að rannsaka tótt
þessa, ef mér litist hún þess verð. Upp frá bœnum á Lundi er
há og brött brekka í túninu. Bœrinn stendr rétt neðan undir
brekkunni. Uppi á brekkunni er fallegt og víðsýni mikið, og er
sléttlendi þaðan og upp undir hlíðina. Rétt upp undan bœnum,
þar sem brekkan er einna hæst, var tótt mikil og fornleg og á-
kaflega niðr sokkin, og veggir útflattir mjög og vallgrónir. Tótt-
in snýr upp og ofan og nær í suðr útsuðr og norðr landnorðr; mill-
umveggr digr var auðsjáanlegr þvert yfir miðja tóttina ofan til, og
engar dyr á, og myndaði þannig aðalhús og afhús. Við eystra
hliðvegg tóttarinnar sýndist vera afhús út úr aðalhúsinu, og var
sem hálfkringlótt fyrir endann, enn var orðin ákaflega útflött, eins
og öll tóttin var, sem fyrr segir. Dyrum sást fyrir úr aðalhúsinu
og inn í útbygginguna; glöggar dyr vóru á enda aðalhússins, sem
ofan að bœnum sneri; dyr sýndust vera á vestrhliðvegg á afhúsinu
nær gaflinum, enn þær reyndust þó eigi þar, heldr á austrhliðvegg við
hornið, og sást þar þó lítill vottr dyra, og sýnir þetta meðal annars, að
dyr hafa ekki ætíð verið þar, sem lægð kann að vera komin i vegg-
inn. ]?ær geta oft verið signar saman, svo að lítið sem ekkert
sjáist fyrir þeim, fyrr enn grafið er. Eg hefi þess og dœmi á tótt-
um, sem eg hefi áðr rannsakað ; enn alt annað, að frátekinni leng d-
«3