Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 111
105
þvers um fyrir norðanverðum botni syðra dalsins. Hér er öllu þessu
rétt lýst, þar sem sagan segir, að þeir fóru upp hjá Baugagili og
upp til þverfells og skiptu þar liðinu, þvíað Baugagil liggr að sunn-
anverðu við þverfell. Skorradalsleitir, sem sagan kallar, eru suðr
frá þ>verfelli, fyrir botni Skorradalsins. Súlur, nú kallaðar Botnsúlur,
eru, sem kunnugt er, upp eða austr af Botnsdalnum. Nú segir enn
fremr, að þeir Glúmr og þjóstólfr hafi orðið tveir saman, og gengið
suðr frá þ>verfelli, og fundu þar sauði skjarra, þ. e. mjög styggva,
og eltu þá sunnan að fjallinu, og að sauðirnir hafi komizt upp á
fjallið fyrir þeim. Nú verðr af þessu séð í sambandi við það ör-
nefni, sem hér er til, hvar það hefir hér um bil verið, sem f>jóst-
ólfr drap Glúm, þvíað austnorðan til í þverfelli er Gljúfragil, sem
heitir Gllúmsgil. Sagan nefnir það ekki, enn óhætt mun að full-
yrða, að það dregr nafn af Glúmi, og er til sannindamerkis um, að
hann hefir hér verið veginn og fundizt dysjaðr, þar sem það liggr
í orðum sögunnar, að hér á þessu svæði hafi þessi viðburðr orðið.
Eldri útg. af Njáls s. nefnir ekki gullhringinn, sem þjóstólfr tók af
Glúmi dauðum og kastaði til Hallgerðar, þegar hann kom heim,
fað segir um pjóstólf, að hann hafi „gengið“ heim að Varmalœk,
eftir að hann hafði hulið hræ Glúms. Eitt handtit neðanmáls hefir:
„fórfað á betr við, þvíað þar í getr legið, að hann hafi riðið,
þvíað það er enginn smáræðisvegr ofan frá Glúmsgili, sem er
austan til í jþverfelli, og ofan að Varmalœk. Ohætt mun að full-
yrða, að það er hátt á fjórðu mílu danska. þetta var of langr
vegr til að fara gangandi, eftir að þeir höfðu elzt við fjallafé mik-
inn hluta dags. Liklegra er, að fjóstólfr hafi haft hest, og riðið
heim þenna langa veg, og að þeir Glúmr hafi farið ríðandi að
heiman um morguninn.
fegar nú þjóstólfr kom heim að Varmalœk, hefir sjálfsagt
verið komið kveld, og mun hann þá ekki hafa „beðið boðanna“,
heldr farið af stað þegar um kveldið, þvíað hann hafði drepið stór-
ættaðan mann og mikilsverðan, og bróður lögsögumannsins. Mátti
hann því óttast um líf sitt. Nú segir eldri útg., að þjóstólfr hafi
geta þess, að Tunga hét éyðijörð í Skorradal á milli Fitja og Sarps; enn
þaðan gat heldr ekki sézt í krikann eða lægðina, þar sem þeir þorgils
hafa setið, og fyrr er sagt, þó að Tunga hafi þá verið bygð; og breytir það
því engu því, sem sagt er hér að framan. Fyrir utan þetta eru nokkrar
eyðijarðir í kringum Skorradalsvatn, og svo neðar í dalnum.
Um þessar eyðijarðir og ýmislegt fl. hefir sagt mér Bjarni skólapiltr
Símonarson frá Bakkakoti í Skorradal; hann er maðr réttorðr, og mjög
kunnugr þessu bygðarlagi.
það væri nauðsynlegt, að safna saman því sem mögulegt væri um eyði-
jarðir hér á landi; gæti það méðal annars, orðið til upplýsingar um fólks-
fjölda á landi hér í fyrri daga.
14