Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 115
líka farið hina skemstu leið yfir þveran Borgarfjörð, og náð J>órði,
áðr enn hann komst upp í dalinn ; þetta er því óhugsanda, þvíað lif
pórðar og manna hans lá við, ef Kolbeinn hefði náð honum. f>að
lá og við, að hurð skylli nærri hælum, þegar þannig breyttist, að
þ>órðr hlaut að fara þann krók ofan á Völlu. Gufuskálar eða Gufuá
gátu því ekki komið hér til greina við fyrstu ferðaáætlun þ>órðar.
Hér á því auðsjáanlega eithvað annað að standa í staðinn fyrir
Gufuskála. Enn nú er J>órðr í sömu andránni alt í einu látinn
vera kominn ofan á Völlu = Hvítárvöllu, frá því hann var uppi
Reykjadal, og engin grein gerð fyrir því, að hann fór alt ofan með
Hvítá nær niðr að sjó. f>að er eins og þetta sé hin beinasta og
rétta leið. Hér sýnist eitthvað vanta inn í söguna á þessum stað,
nefnilega, hvers vegna fór þórðr ofan á Völlu? Ástœðu fyrir því þarf
maðr að vita, þviað það er svo mikill krókr, sem kunnugt er, að
engum mundi koma það til hugar, sem fara skyldi sunnan úr Reykja-
dal og yfir þvert héraðið, og vestr Langavatnsdal, og þó allra sízt,
ef honum lægi líf á að flýta sér og fara beinustu og skemstu leið.
En svo bœtist enn hér við, að jpórðr er látinn fara frá Völlum enn
þá lengra niðr eftir, og ofan að Grófar-vaði, af því að þar á Völl-
um var eigi hross-is yfir Hvítá. Enn þegar hér er komið, þá er
f>órðr alt í einu kominn upp frá þingnesi, og þá ríðr hann á sík-
ið, og snýr því aftr að Júngnesi, og fylgir Börkr þ>órði niipp til
Grófarvaðs11, þetta er því alt hvað á móti öðru, og eins er það í
Kh. útg.
þegar gætt er að öllu sambandinu í þessari frásögu, þá er
það fyrst, að auðséð er, að það er hið rétta, að Grófarvað var á
Hvítá langt upp frá, og ekki allskamt fyrir ofan J>ingnes, þar sem
svo er tekið til orða um Börk, þegar hann fór til baka, að hann
riði ofan eftir héraði; svo mundi ekki komizt að orði, hefði vaðið
verið skamt fyrir ofan bœinn. Ennfremr sést það af sögunni, að
Grófarvað hefir verið þar upp frá. þegar Kolbeinn ríðr eftir f>órði
ofan á Völlu, þá fréttir hann, að þ>órðr hafði upp snúið til Grófar-
vaðs, og á þeirri leið kemr Kolbeinn að J>ingnesi. jpað er og eðli-
legt, að f>órðr riði í Stafholt, eftir það hann komst yfir ána upp
frá, og það gerði Kolbeinn líka. Enn þegar hér er komið, breytt-
ist ferðaáætlun þórðar, og sjálfsagt mest af þeirri ástœðu, að mest-
allr dagrinn hefir gengið til að leitast við að komast yfir ána og
fara alt ofan á Völlu ; og reið hann þá hina vestri leið út hjá
Srig'iiaskarði, þvíað honum hefir ekki þótt gott, þegar til kom,
að etja við Langavatnsdal undir skammdegisnóttina í ófoerð-
inni. Eg skal enn fremr geta þess, að jpórðr sýnist hafa riðið
hina skemstu leið úr Reykjadal og ofan að Hvítá, eða ofan hjá
Bœ. Að minsta kosti sýnist Ari á Lundí að hafa verið viss um það,
þvíað hann reið í Bœ og aðvaraði Böðvar, að gæta hrossa sinna,