Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 118
112
unnar, að Grófar-vað var ekki allskamt fyrir ofan fingnes, þar
sem segir um Börk, þegar hann hafði fylgt f>órði upp til vaðsins,
og hann reið ofan eftir aftr, að hann riði ofan eftir héraði, eins og
fyrr er sagt; þetta er því nokkurn veginn ákveðið bæði ofan
frá og neðan frá, og verðr það þá einhvers staðar ofan til á
hinum gamla farvegi Hvítár; er þá enginn staðr eins líklegr til að
vaðið hafi á verið, eins og undan því mikla jarðfalli, sem grafið hefir
í sundr rústirnar, þar sem hinn gamli Bakki hefir staðið. Jarðfallið
er rétt á móti þeim stað þar sem hinar gömlu vallgrónu götur liggja
út í farveginn, eins og fyrr er sagt. jpað var því sann-nefni að
kalla þetta vað Grófarvað eða Grafarvað, eins og nokkur handrit
hafa í gömlu útg. af Sturlunga sögu, Enn það er sjálfsagt, að bœr-
inn Bakki hefir þá verið kominn í eyði, og hin líklegasta orsök
til þess er, að það hafi orðið, þegar túnið varð alt sundrgrafið af
þeim miklu jarðföllum, sem þar eru; verðr það þá eðlilegt, að
nafnið á hinu forna Bakka-vaði hafi bráðum týnzt, þegar bæði
bœrinn lagðist í eyði, og hér breyttist svo mjög, og vaðið hafi þá
fengið nafn af hinni miklu jarðgróf, er hér myndaðist rétt við það
öðrum megin, og verið kallað Grófar-vað. Hér af sést nú, að bœr-
in Bakki hefir snemma eygilagzt, og er því ekki von, að hans sjá-
ist meiri merki, eða hans finnist síðar getið. J>etta getr ekki heit-
ið eintóm getgáta, þar sem hér eru svo mikil rök fyrir, að það er
bæði nær ákveðið eftir orðum sögunnar, og svo þau hin glöggu
kennimerki, sem hér sjást. Hvergi nokkurs staðar neðar á farveg-
inum sjást nein lík kennimerki og hér; og fyrir neðan hin fornu
Ármót hefir aldrei verið vað á Hvítá, fyrr enn niðr á þrœley, af
þvi að áin klofnaði þar í tvent, og hefir þó víst aldrei verið gott
vað, sem nærri má geta, þegar Norðr-á er kQmin í hana ; enda er
það nú löngu ófœrt. Enn þetta getr heldr ekki komið til nokk-
urra mála, þvíað það er þvert á móti orðum bæði þessarar sögu
og annara. J>að er víst, að þetta Grófar-vað hefir verið þjóðvað
hér upp frá, og hið bezta, sem til var, þar sem jpórðr komst yfir
það með mannfjölda, þegar áin var hvergi nokkurs staðar fœr neð-
ar, og sjálfsagt er, að Kolbeinn hefir farið það líka. Eg held því,
að það sé fullsannað, að Grófar-vað var þar sem hið forna Bakka-
vað var áðr; og samkvæmt þessu hefir þá Hvitá enn runnið í
sinum fyrra farveg.
Mánudaginn, 8 sept., fór eg af stað frá Varmalœk, er eg hafði
staðið þar við um stund. Hélt eg áfram, sem leið liggr, og að
Deildartungu: siðan fór eg upp í Reykholtsdal (nyrðra Reykjadal)
kom að Sturlu-Reykjum, og þaðan upp að Reykjaholti, og var þar
um nóttina.