Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 121
fardögum ; en er hann var at búnaði, fór Oddr frá htísi til laugar í Reykjaholt; þar voru sauðahús hans, vildi hann eigi vera við er Hallbjörn færi, því at hann grunaði, hvort Hallgerðr mundi fara vilja með honum. Oddr hafði jafnan bœtt um með þeim“. f>ar sem þannig er tekið til orða, þá er líklegt, að sauðahús Odds hafi staðið þar sem Reykjaholtsbœr var síðar bygðr, þvíað kring um sauðahúsin hefir myndazt nokkurt tún, sem vanalega gerist, og með því að segir, að „þar“ eða nær lauginni hafi sauðahúsin verið; laugin er hér fyrst nefnd, og skal um hana síðar meira talað. Páll prestr Sölfason bjó í Reykjaholti; hann átti í Deildar- tungumálum, sem hófust um 1178 við Sturlunga út af arfi eftirþóri prest auðga, sem bjó í Deildartungu. Jón Loftson kallar Pál „dýr- ligan“ kennimann. Siðan bjó í Reykjaholti Magnús prestr sonr Páls. Enn Reykjaholt hefir orðið svo mjög nafnkendr staðr, af því, að hinn mikli frœðimaðr og sagnaritari Snorri Sturluson bjó þar og lét þar líf sitt, sem kunnugt er. Snorri kom ekki síðar að Reykjaholti enn 1208, ísl. Fornbréfasafn, bls. 349, og bjó þar til dauðadags 23. sept. 1241. Enn nær Reykjaholt hefir fyrst verið bygt, verðr ekki séð með vissu. þ»egar komið er neðan dalinn, og heim að Reykjaholti, er riðið upp með túninu að norðanverðu, og svo beygt við þvert suðr í traðirnar, sem liggja heim túnið að bœnum. Bœrinn snýr nú til vestrs, enn fyrir austan bœinn standa nú mörg úthýsi: skemma, hesthús, fjós, og heygarðr; fjósið stendr austast; undir þessum húsum er mikil upphækkun. Samkvæmt því, sem sjá er af Sturl- unga sögu, þá stóð hér hinn forni bœr beint upp frá lauginni, og er þá eðlilegt samkvæmt þeirri húsaskipun, sem þá var, að skálinn hafi staðið fremstr og snúið í austr og vestr, og framhliðin móti suðri, og eftir þeim skýrteinum, sem eg hefi fengið, stóð hér enn hinn gamli bœr, enn var fluttr vestr þangað sem hann stendr nú. Fyrir norðan bœinn stendr kirkjan, og þar mun hún hafa staðið á dögum Snorra. Hún stendr ekki eins vestarlega og bœrinn nú; hefir því staðið nær því norðr undan hinum gamla bœ. Fyrir norð- an kirkjugarðinn eru margar rústir. f>ar var áðr hið gamla fjós og heygarðr og fleiri úthýsi. Síra þórðr prófastr, sem hér var næst á undan, fœrði hið gamla fjós og heygarð þangað, sem það nú er, austr frá bœnum. Síra Eggert Guðmundsson, sem hér var prestr og mun hafa komið að Rej’kjaholti 1807, fœrði eitthvað hinn gamla bœ vestr á við, og umbreytti honum ; því að eg sá meðal annars í kirkjubókunum í húsauppskrift og afhendingu íReykjaholti 1783, að hér var þá mikil og gamaldags húsaskipun, t. d. stóra baðstofa, litla baðsto/a, skáli, stofa, kalldyr og kuendyr, o. s. fr. J>egar eg kom að Hvanneyri síðar í þessari ferð, talaði eg við frú Ingibjörgu, ekkju séra f>órarins Krisfjánssonar, sem var prestr í 15*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.