Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 126
120
eðlilegt, að haldinn væri vörðr yfir lauginni, þegar slíkr höfðingi
sem Snorri var, sat í henni, og hann væri þá leiddr heim1.
Laugarinnar í Reykjaholti er fyrst getið í Ln. á dögum Tungu-
Odds, sem fyrr segir, og sýnist hún þá jafnvel að hafa verið á
sama stað, þvíað hvergi annars staðar sést hér fyrir neinu fornu
laugarstœði; þegar laugin var fyrst gerð, lítr út fyrir, að vatninu
úr hvernum hafi verið veitt heim undir hólinn, til að hafa laugina
þar í skjóli. það getr varla verið hið upprunalega afrensli úr
hvernum. þetta sýnir hallinn á lokræsinu, sem ekki má vera minni,
til þess að vatnið geti runnið hér á snið heim undir hólinn. Eg
hefi hvergi getað fundið neitt um það, að gert hafi verið við laug-
ina, nema þetta sem áðr er sagt, að gert var 1858, enn tómar get-
gátur hefi eg heyrt; og víst er það, að Eggert Olafsson talar ekki
um neina viðgerð á henni, og mátti hann þó vita nokkuð langt
fram eftir elztu mönnum, sem hann gat talað við og þá lifðu. Við
lokræsið hefir aldrei verið neitt gert, það menn til vita. þ»að verðr
hið sennilegasta, að bæði lokræsið og laugin hér um bil með
þeim ummerkjum, sem hún nú er, sé eftir Snorra Sturluson, og
er hún þá stórum merkileg. Hún er og kend við hann enn í dag,
og kölluð Snorralaug. þetta verðr að vísu ekki fullsannað; enn
enginn er líklegri til eftir Snorra daga, að hafa látið gera þetta
verk. Um Snorra segir Sturl. I. 255: „Hann (Snorri) görðisk
skáld gott. Var hann ok hagr á allt þat er hann tók höndum til,
ok hafði inar beztu forsagnir á öllu því er göra skyldi. Hann orti
kvæði um Hákon jarl Galinn; ok sendi jarlinn gjafir út á mót
sverð, skjöld ok brynju“. Enginn höfðingi slikr sem Snorri hefir
búið í Reykjaholti, hvorki fyr né siðar.
Eg verð að álíta með öllu ómögulegt að finna kjallara þann, sem
nefndr er, og Snorri Sturluson lézt í, þar sem öll hin miklu úthýsi
standa nú þar sem hinn forni bœr stóð, eins og oft er áðr sagt.
Sturl. I. 393, fer um það þessum orðum: „Gizurr kom í Reykja-
holt um nóttina eftir Mauritius-messu. Brutu upp skemmu, er
Snorri svaf í. En hann hljóp upp ok ór skemmunni, ok inn Litlu-
1) Eg skal geta þess hér, að sumir hafa haldið, að gangr hafi verið frá
lauginni og í gegnum laugarhólinn ; enn þetta er ekki annað enn ómerki-
leg munnmæli, því að, sem oft er áðr sagt, er hóllinn allr vestar í stefnu
frá hinum gamla bœ. Gat því bæði þess og annars vegna ekki átt sér stað.
Enn þetta mun þó að nokkru leyti bygt á því, að upp í laugarhólnum sást
mót fyrir hleðslu, að þeim sýndist, sem samansigin göng, og lét séra Vern-
harðr tyrfa yfir það. Enn hér er aðgætandi, að þar upp frá hefir verið siðr
sumstaðar, að grafa jarðhús inn í hóla, til að geyma í eldivið, og mun hér
hafa verið eitt; enda sést hér upp af eins og skarð í hólinn, og mótar fyrir
dæld þar fyrir ofan ; er þar mold laus og holur ofan í. þar við bœtist, að
þetta var vestr frá lauginni og nær efst í hólnum. þetta alt tekr af tvímæl-
in um þetta málefni.