Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 127
121
hús, er vóru við skemmuna. Fann hann þar Arnbjörn prest ok
talaði við hann. Réðu þeir þat, at Snorri gekk í kjallarann, er var
undir loftinu þar í húsunum. þ>eir Gizurr fóru at ieita hans um
húsin, þá fann Gizurr Arnbjörn prest ok spurði, hvar Snorri væri.
Hann lézk eigi vita. Gizurr kvað þá eigi mega sættask, ef þeir
finnask eigi. Prestr segir, at vera mætti hann fyndisk, ef hónum
væri griðum heitið. Eptir þat urðu þeir varir við, hvar Snorri
var, ok gengu fimm í kjallarann".
þ>að sem er hálf-undarlegt við þetta, er, að hér skuli ekki virk-
ið vera nefnt. Látum nú vera, að skemma þessi hafi verið nokkuð
frálaust hús, þvíað það voru skemmur vanalega; enn með engu
móti verðr ætlað, að svefnskemma Snorra hafi verið fyrir utan
virkið, þvíað mest var að óttast ófrið á nætrtíma. jpessi litlu-hús
vóru við skemmuna, og Snorri gengr í kjallarann þar undir loftinu.
Eg fæ ekki skilið þetta öðruvísi, enn að virkið sé ekki nefnt við
þetta tœkifœri, afþví, að það var þeim til engrar fyrirstöðu, nefni-
lega, að það af hendingu eða ógáti hafi verið ólokað, og þeir því
auðveldlega komizt inn í það; enn hér um má segja, að það ætti
líka að vera nefnt, ella er frásögnin ekki nákvæm. Enn líki þetta
ekki, þá er ekki annað fyrir, enn að skemma þessi hafi verið fyrir
utan virkið, og það fer þó lakar, því við víg Klœngs, sem áðr er
sagt, þá var „Klœngr færðr í loft þat sem var yfir kjallara þeim
er Snorri lézk í“. þ>etta loft sýnist hér hafa verið nálægt skálanum,
því í skálanum var Klœngr handtekinn, og um hann var þá virkið.
þ>að er ekki vist að þessi kjallari hafi verið grafinn mikið í jörð,
þar sem í báðum stöðunum er þannig til orða tekið, að loft væri
yfir honum, heldr getr þetta hafa verið lág undirbygging undir
lofti, lítt niðrgröfnu. Annars er það enn óupplýst mál, eins og
fleira, hvernig þessum virkjum hefir verið varið ; um þau er víða
talað; mér hefir komið nokkuð annað til hugar um þau, enn að
þau hafi ætíð verið beinlínis frálaus girðing allt í kring um húsin;
enn hér er ekki rúm að tala um það efni.
Vestr undan bœnum í Reykjaholti eru leifar af gamalli girð-
ingu, sem kölluð er lögrétta; hún er þó fullkomlega hálf af brotin
af hlaðinu fyrir framan bœinn eða tröðunum; þvermálið þar sem
þessi hringr er af brotinn af traðarveggnum, er, að því er mælt
verðr, 40 fet, enn dálitiil hóll í norðrarmi hálfhringsins gjörir mæl-
inguna nokkuð óvissa, enn þetta er heldr ekki svo þýðingarmikið.
Enn þetta, að hringr þessi er afbrotinn, sýnir enn, að bœrinn hefir
verið fœrðr vestr samkvæmt því áðrsagða. þessar svokölluðu lög-
réttur hefir eg áðr fundið á nokkrum stöðum, og getið þeirra.
Eg gleymdi því, þegar eg var að tala um laugina, nefnil. þeg-
ar kœla skal vatnið f henni hœfilega, og kalda loekjarsprænan þrýtr
16