Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 129
123
í gyltri yfirhöfn með ljósbláu fóðri. par fyrir neðan er mynd ber-
höfðuð með hrokkið hár; hún er í gyltum dragkyrtli uppvíðum,
með viðum ermum; um mittið hefir hún band, og leggst kyrtillinn
ofan yfir; í hægri hendinni hefir myndin laufaviðar-grein. í hægra
armi töflunnar að ofan er mynd með lága kórónu á höfði gylta,
og með slegið hár svart; hún er í síðum kyrtli gyltum, sem gengr
í fellingum ofan frá geirvörtum, og utan yfir í gyltri skikkju með
rauðu fóðri. í hægri hendinni heldr myndin á bók, en i hinni
vinstri á kaleik; þessi mynd er einkar-falleg. þ>ar fyrir neðan er
mynd; hún er berhöfðuð, með svart hár; hún er í dragkyrtli, sem
er tekinn saman um mittið, og með löngum ermum fram-mjóum.
Undir fótum myndarinnar liggr Djöfullinn (mun eiga að vera);
hann er dökkur á lit; hann er með stór eyru sem á nauti. Mynd-
in heldr á langri stöng með báðum höndum, eða spjóti, og rekr
það ofan í kjaftinn á Djöfsa. Allar eru klæðafellingar myndanna
náttúrlega og vel sýndar.
þ>að má vera, að 2 neðstu myndirnar í örmum altaristöflunnar
beggja megin séu karlmannsmyndir, enn báðar þær efri munu
vera kvenmannsmyndir; það sýna brjóstin, sem hinar sýnast ékki
hafa; 2 efri myndirnar hafa líka beran háls, enn ekki hinar néðri.
Á báðum efri myndunum er og sami kyrtillinn, með fellingum of-
an frá brjósti; og á neðri myndunum eru báðir kyrtlarnir eins, úpp-
víðir og teknir að sér með bandi um mittið, og leggst Svo kyrtill-
inn í fellingum ofan yfir. Allar myndirnar hafa langt hár dökt,
nema það er stytzt á myndinni sem styðst við turninn. í kirkj-
unni er líka gamalt skírnarker úr eiri, með rósum í botnirium
innan.
Miðvikudaginn 10. sept. fór eg upp í dalinn á nokkra boei, til
að útvega gamla hluti; kom að Hofstöðum; hér sýnist aðalhof Reyk-
dœla að hafa verið, I.andn. bls. 64: „en Illugi (rauði son Hrólfs
ins auðga), fór þá at búa á Hofstöðum í Reykjadal, því at Greit-
lendingar áttu at halda uppi hofi því at helmingi við Tungu-Odd“.
En hér sjást nú lítil vegsummerki. Fyrir austan eða framan bceinn
á Hofstöðum gengr eins og rani; þar á hofið að hafa staðið, enn
alt komið í þýfi, og orðið mjög óglögt; sá eg því ekki til neins
hér við að eiga; þar sem hér er hæst, er kallaðr kastali.j Hofklettr
heitir og dálítill klettr hér niðr undan1.
1) Illugi rauði átti Sigríði dóttur þórarins ins illa, systur Músa-Bölverks.
Síðast bjó Illugi á Hólmi innra á Akranesi, þvíað hann keypti við Hólm-
Starra bæði löndum og konum og fé öllu. Sigríðr vildi ekki mannkaúpið, og
hengdi sig í hofinu, Landn. 63—4. þessi dœmi eru mjög einstök í sögum
vorum. Fyrir framan bœinn á Hofstöðum er dálítill hóll aflangr, sem kall-
aðr er Sigguhóll, og munnmæli eru, að Sigríður þessi eigi að liggja þar í.
16*