Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 136
130
£>orgautr voru í smiðju ok f>orbjörn, ok bíðr ef húskarl hans komi
með smíðar efni. Hann f>orgautr mælti: þó er hark mikit, er eigi
Barði hominn ? Ketill kom inn í smiðjuna i því bili, ok segir : þat
fann Gísli son þinn, at hann er kominn ; kastaði honum dauðum fyr-
ir fœtr honum. Barði snýr nú í mót förunautum sínum, ok kvaðst
þat ætla, at kominn mundi maðr fur mann“. Síðan hittast þeir
Barði og förunautar hans, sem voru í efri setunni.
Nú skal eg þá bera þessa kafla úr sögunni saman við rann-
sóknirnar ; það er ljóst, að frásögnin á þessu ferðalagi og viðburð-
um er greinilega og vel sögð, svo að auðséð er, að söguritarinn
hefir verið hér mjög kunnugr; það er held eg varla hœgt, að segja
öllu nákvæmar frá enn hér er gjört.
Nú koma þeir Barði ofan í Kjarradal af heiðinni; sá dalr er
afarlangr nær sem öll Hvítársíða; hann liggr með endilöngu Síðu-
fjalli að norðanverðu, og eptir sömu stefnu sem Síðan; um Kjarra-
dal skal meira talað síðar. J>að er liklegt, að þeir Barði hafi kom-
ið ofan í dalinn nálægt Krossvatni, sem kallað er, enn að Barði
hafi sent frá sér njósnarmenn sina neðan til á Gtlsbakkaeyrum, sem
liggja í Kjarradal. þaðan hafa þeir hlotið að fara yfir Síðufjall;
sagan segir og, að þeir hittu enga menn á bœjum og fóru fjallveg
alt, og eins er áðr sagt, að þeir skyldu fara eftir fjalli1. Síðan
hafa þeir farið til Bjarnafoss hjá Hraunsási, og þar yfir Hvítá á
þeirri brú, sem sagan tekr fram að þar var: „þ>á var brú á
ánni uppi hjá Bjarnafossi ok lengi síðan“. þ>á fara þeir ofan á
Hallvarðsstaði. Fyrir sunnan Hvítá skamt frá ánni gagnvart á
milli Fróðastaða og forgautsstaða, stendr litið kot, sem heitir
Sudda; í Árna Magnússonar jarðabók (hdr.) segir, að þessi bœr
hafi áðr heitið Hallvarffsstaðir; bœr þessi liggr undir Skáney, og
hefir á síðari timum stundum verið bygðr, enn stundum ekki, og
þess vegna hefir liklega hið gamla nafn týnzt. þ>etta kemr mjög
vel heim, þvi þegar þeir fóru ofan með ánni að sunnanverðu, blasti
við Gullteigr, og til þess var leikrinn gjörðr, að sjá hvort þeir
brœðr væri þar að slætti. Að fara þannig, sem hér er til tekið, var
þeim hentugast, því þá komu þeir nær færstum bœjum ; því sagan
segir, að „þá var fábyggt fyrir sunnan ána“. Nú fara njósnar-
menn Barða til baka aptr, og upp með Hvítá, og fá tilsögn á Hall-
varðsstöðum yfir ána, Hvar það vað hefir verið, verðr ekki með
vissu ákveðið, enn likindi eru til, að það hafi verið það vað, sem
1) Eg kom ekki þar upp í Kjarradal, enn þannig hélt Halldór Dan-
íelsson á Fróðastöðuin, að Barði og þeir mundu hafa hagað ferðum sínum;
hann er bæði kunnugr, og hefir vel vit á þessu máli; sagði hann mér margt
um þá staði, sem eg gat ekki komið á. þetta liggr og beinast við, að fara
þvert yfir Síðufjall, þar sem sagan segir, að þeir skildu upp í Kjarradal.