Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 140
134
svo at þar mátti eigi byggja. Blundketill var maðr stórauðigr;
hann lét ryðja víða í skógum ok byggja“. Nú skal eg gera grein
fyrir þessum lýsingum sögunnar. Hinn langi Kjarradalr gengr
fram eða upp af Ornólfsdal. Hvítbjörg heita enn í dag standberg,
sem eru beggja megin við Kjarrá. f»ess vegna miðar sagan við
þau, bæði fyrir norðan og sunnan ána. Hvftbjörg eru svo sem
tvær bœjarleiðir fyrir framan bœinn Örnólfsdal. J>ar ganga þrjú gil
að norðan ofan í ána, sem kölluð eru Rangagil. Nafnið Klif er nú
tapað, enn hvergi er eins líklegt að Klif hafi verið, eins og þar
sem nú er kallaðr Snasi. þ>að er nær mitt á milli bœjarins Örn-
ólfsdals og Hvítbjarga ; þar eru eins og klettaveggir gangi út í
ána beggja megin; þar er sagt að hafi verið steinbogi yfir ána,
off liggr þar mikið grjót niðri í ánni. í lögfestu fyrir Örnólfsdal,
lesinni upp að settu leiðarþingi við Hestapingseyrar 29. júlí i682(
er nefndr Snasi eða Brúx. Merkjalág heitir enn í dag beint frá
Snasa og upp i hlíð ; þar er stór steinn látinn ofan á annan stein
rétt á merkjunum á háfjallinu. Hér hafa því verið gömul landa-
merki, og hingað hefir Örnólfsdalr náð. J>etta er og auðséð af
sögunni, þvi að Hvítbjörg eru fram í Kjarradal, enn þetta fyrir neð-
an Hvítbjörg, sem áðr er sagt. Alt Örnólfsdalsland er meira eða
miðr skógi vaxið, það er að segja með smáskógi; enn er þó víða
að blása upp, og skógrinn víða að fúna. í manna minnum, þeirra
sem nú lifa, vóru þar svo digrir lurkar, að mátti fá i klifberaboga.
Fyrir framan Snasa allskamt er stór flöt ; þar eru rústir. J>ar
kynni Önólfsstaðir að hafa verið ; því að það nafn er nú týnt.
Bóndinn í Örnólfsdal sagði mér og, að hann hefði fundið gjall þar
fram frá; enn ekki veit eg hvort það hefir verið á þessum stað.
Hér skamt fyrir framan tekr við Reykjaholts selland, þar fyrir
framan tekr við afréttin, og langt þar fram frá eru Gilsbakkaeyrar;
þar er Gilsbakkasel, og fleiri sel kunna að hafa verið hér. Fyrir
sunnan ána fyrir neðan Örnólfsdal eru viða rústir, og eru flestar
af þeim kallaðar Stekkjarrústir. Sumar af þessum rústum hafa
getað verið bœjarústir, einkum þær sem eru á svokölluðum Rúst-
arhól í útnorðr frá Örnólfsdal. Fyrir sunnan á alt neðan frá Ás-
bjarnarstöðum eru og margar seltóttir, fyrst Ásbjarnarstaffasel, svo
Sleggjulœkjarsel, svo Síðunmlasel. Var þar haft í seli til skams
tfma. Einhver af þessum seljum hafa getað verið bœir í tið
Blundketils. I útsuðr frá Ásbjarnarstöðum eru og skýrar bæjarrúst-
iH.
1) þetta sá eg í gömlum skjölum hjá Jóni bónda í Norðtungu.
2) Jóhannes Böðvarsson snikkari hefir sagt mér hér um ýmsa staði,
sem eg gat ekki sjálfr komið á. Hann er fœddr og uppalinn i Ornólfsdal, og