Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 149
Smámunir
1.
Um búðir á alpingi 1736.
Konungsbrjef dags. 26. apríl 17371 kveður svo á, að prestur-
inn á f>ingvöllum eigi skuli taka upp nýmæli gegn stofnun svo
gamalli sem alþingi, og að menn konungs megi hafa beit fyrir
hross sin á sömu stöðum og áður, svo og þar tjöld og búðir, eptir
því sem þeim sje hentast, og ráða yfir búðum sinum og tóptum,
þá er þeir hafa sett þær á alþingistaðnum og byggt þær á eigin
kostnað. Hið annað, sem kveðið er á í brjefi þessu, þykir hjer of
langt að greina frá, en konungsbrjef þetta var skráð fyrir þá sök,
að presturinn á ffingvöllum Jón Halldórsson hafði sent byskupi sín-
um Jóni Árnasyni að afloknu alþingi 1736 kæru um, að hann yrði
fyrir allmiklum átroðningi af veraldlegum mönnum, er sœtti alþingi.
Áður höfður þeir lítil tjöld, en nú voru þeir farnir að byggja tóttir
af mold og steinum, er þeir þöktu með vaðmálum, og fór prestur
því fram, að þeir væri skyldir að greiða gjald fyrir þetta. Jón
byskup Árnason var presti meðmæltur, en þeir Lafrents amtmaður
og Ocksen stiptamtmaður lögðu til málsins hið sama og ákveðið
1) Brjef frá Jóni Halldórssyni, dagsett 22. ág. 1736, er innfœrt í
hina dönsku brjefabók byskups 1728-1736 bls 1065-1068 ásamt með ummæl-
um þeim, sem byskup ljet fylgja brjefinu til stjórnarinnar, og er lítið á
þeim að grœða, en í íslenzkri brjefabók byskups 1734-1736 bls. 1085-1086
er brjef til sjera Jóns á þingvöllum, sem er svo einkennilegt að málfæri,
að það mun þykja fróðlegt, og er hjer þvf tekinn kafli úr því:
»Ydar skriflega Bepliqvem af dato 3 hujus hef eg medtekid, af hvorri
»eg formérke ad einhvörjer hafe brúkad þau hótunar yrde, ad vilja
»vestris ingratis supplicera run fri græsgang í þingvallakyrkiu búfjár-
•högum, hvad mér synisthafa haft snert af afurda dugheitum sem og
»eirnin vilja skalte og valte yfir búdar tóptunum, svo sem ödru hæ-
»redio, þessvegna geck eg greidar ad því, ad erklæra upp á ydar sup-
»plicatiu, svosem mer syndist rétt vera og forsvaranlegt, og ei skal
»eg fortaka, nema amtmanne verde skipad ad hafa tilhlutun þarum,
»ad stadarins búfjárhagar verde eigi af þingmannahestum foreydder,
»þingvalla beneficiario til rúíns.