Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 156
GJÖLD:
kr. a.
1. Til rannsóknar í Rangárþingi.......................211 „
2. Fyrir prentun á Árbók og annar kostnaður við hana 387 31
3. Ýmisleg útgjöld.............-...................... 19 76
4. í sjóði hjá gjaldkera....................- . . . 700 37
Samtals 1318 44
Reykjavík 29. júli 1884.
Magnús Stephensen.
IY.
Aðalfundur fjelagsins 3. ágúst 1885.
Varaformaður fjelagsins, Sigurður Vigfússon, skýrði frá ýmsu
um vopn á fornaldardögum íslendinga og sýndi ágæta uppdrætti
af þeim vopnum, sem geymd eru á söfnum í Norvegi.
J>ar næst lagði formaður fjelagsins, Árni Thorsteinsson, fram
reikning fjelagsins frá 2. ágúst 1884 til s. d. 1885, og skýrði frá
ýmsum atriðum um fjárhag fjelagsins og tölu fjelagsmanna. í
fjelaginu eru nú 29 manns æfilangt en með árstillagi 235, alls
264.
Á áliðnu sumri 1884 fór varaformaður Qelagsins um Borgar-
fjarðarsýslu og nokkurn hluta Mýrasýslu. Á ferð þessari var hann
alls 29 daga, og verðuríÁrbók fjelagsins prentuð skýrslaum árang-
urinn af þessari för hans.
Sökum sjerstakra atvika gat Árbók fjelagsins eigi komið út fyrir
árið 1884 nú í vor, og af því eigi þótti ráðlegt að slíta efni hennar eða
stœrstu ritgjörðina i sundur, var af ráðið að gefa út tvöfalda Árbók,
eða fyrir árin 1884 og 1885.
Á fundi þessum var samþykkt, að farið skyldi næstu tvö árin
eptir verkefni þvf, er fjelagið hefir sett sjer (sbr. Árbók 1880 og
1881 bls. 3) og að varaformaðurinn skyldi takast á hendur för þá
um Rangárvallasýslu og austur í Skaptafellssýslu, sem skýrt var
frá á ársfundi 1884 að nauðsynleg væri til þess að ljúka af svo
svo vel sem verða má öllum rannsóknum um Njálu, og mun skýrsla
varaformannsins um það efni verða prentuð i næstu Árbók fje-
lagsins.
Fjelagið hefir notið á þessu ári sama styrks og áður úr lands-
sjóði, 300 króna til staðarlegra rannsókna og til þess að gefa út
Árbók.