Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 14
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS tölu, þar með talin brot. Þær eru allar af venjulegum víkingaaldar- gerðum, og hefur áður fundizt fjöldi af svipuðum perlum hérlendis. Flestar eru þær úr gleri, en mest ber þó á rafperlunum tveimur, enda skera þær sig glöggt úr vegna stærðar og litar. Þær eru gulbrúnar að lit, 2—2,5 sm í þvermál, en rafperlur eru venjulega allmiklu stærri en glerperlur. Glerperlurnar eru flestar dökkbláar, en blátt er algengasti litur á glerperlum víkingaaldar. Þessar perlur eru 13 talsins, flestar 0,8—1 sm í þvermál, þunnar og me'ð víðu gati, en ein þeirra er þó aflöng og með tólf reglulega settum sléttum flöt- um. Tvær ljósgrænar perlur eru þarna einnig og ein marglit, og ber þó mest á bláum lit í henni. Þá eru 11 perlur og perlubrot, sem helzt virðast vera úr gleri, en eru nú orðnar mjög tærðar og stökk- ar, hvítar að lit og molna auðveldlega. Eru aðeins eftir örlitlir partar af sumum þeirra. Að lokum er svo ein perla, eða partur af perlu, sem er líkust því að vera úr brenndum leir eða úr öðru ljósleitu, brenndu efni, en þó er svo að sjá sem aðeins kjarninn sé eftir. í endunum má sjá leifar af grænni og blárri glermylsnu, og á einum stað er örlítil gylling. Hefur þetta ef til vill verið marglit glerperla, eða mósaík- perla með leirkjarna (4). Þórshamar. Þórshamarinn er hvað merkastur þeirra gripa, sem í kumlinu fundust. Hann er klipptur út úr silfurþynnu, 3,55 sm langur, 1,15 sm breiður neðst og um 0,15 sm að þykkt, einfaldur að allri gerð og óskreyttur. „Hausinn“ nær jafnt út fyrir „skaftið" beggja vegna, en það er hlutfallslega langt, mjókkar upp og er beygt í hring, enda hefur hamarinn hangið í festi. Þessi Þórshamar er hinn fyrsti, sem fundizt hefur hérlendis, svo að öruggt sé. Alþekkt- ur er silfurgripur frá Fossi í Hrunamannahreppi, Þjms. 6077, sem borinn hefur verið í festi um hálsinn og gengið hefur undir nafninu Þórshamar, en hann er fremur í ætt við kross en hina eiginlegu Þórshamra. Sá gripur er í raun og veru einstæður, og má þó líkja honum við skeggið á Þórslíkneskinu Þjms. 10880, en það myndar eins konar kross. Silfurkrossinn frá Fossi er lausafundur, sem ekki verður tímasettur með öruggri vissu, en þó eru krossar þekktir í heiðnum gröfum víkingaaldar, svo sem greinilega kom í ljós í þessu kumli. Þórshamarinn frá Vatnsdal er nauðalíkur Þórshömrum, sem fund- izt hafa á Norðurlöndum. Þeir eru flestir úr silfri eða járni, þekkj- ast reyndar einnig úr gulli, og finnast þeir, sem úr járni eru, oft margir saman, þræddir upp á járnhring, og hafa verið lagðir ofan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.