Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tölu, þar með talin brot. Þær eru allar af venjulegum víkingaaldar-
gerðum, og hefur áður fundizt fjöldi af svipuðum perlum hérlendis.
Flestar eru þær úr gleri, en mest ber þó á rafperlunum tveimur, enda
skera þær sig glöggt úr vegna stærðar og litar. Þær eru gulbrúnar
að lit, 2—2,5 sm í þvermál, en rafperlur eru venjulega allmiklu
stærri en glerperlur. Glerperlurnar eru flestar dökkbláar, en blátt
er algengasti litur á glerperlum víkingaaldar. Þessar perlur eru 13
talsins, flestar 0,8—1 sm í þvermál, þunnar og me'ð víðu gati, en
ein þeirra er þó aflöng og með tólf reglulega settum sléttum flöt-
um. Tvær ljósgrænar perlur eru þarna einnig og ein marglit, og
ber þó mest á bláum lit í henni. Þá eru 11 perlur og perlubrot, sem
helzt virðast vera úr gleri, en eru nú orðnar mjög tærðar og stökk-
ar, hvítar að lit og molna auðveldlega. Eru aðeins eftir örlitlir partar
af sumum þeirra.
Að lokum er svo ein perla, eða partur af perlu, sem er líkust því
að vera úr brenndum leir eða úr öðru ljósleitu, brenndu efni, en
þó er svo að sjá sem aðeins kjarninn sé eftir. í endunum má sjá
leifar af grænni og blárri glermylsnu, og á einum stað er örlítil
gylling. Hefur þetta ef til vill verið marglit glerperla, eða mósaík-
perla með leirkjarna (4).
Þórshamar. Þórshamarinn er hvað merkastur þeirra gripa, sem
í kumlinu fundust. Hann er klipptur út úr silfurþynnu, 3,55 sm
langur, 1,15 sm breiður neðst og um 0,15 sm að þykkt, einfaldur
að allri gerð og óskreyttur. „Hausinn“ nær jafnt út fyrir „skaftið"
beggja vegna, en það er hlutfallslega langt, mjókkar upp og er
beygt í hring, enda hefur hamarinn hangið í festi. Þessi Þórshamar er
hinn fyrsti, sem fundizt hefur hérlendis, svo að öruggt sé. Alþekkt-
ur er silfurgripur frá Fossi í Hrunamannahreppi, Þjms. 6077, sem
borinn hefur verið í festi um hálsinn og gengið hefur undir nafninu
Þórshamar, en hann er fremur í ætt við kross en hina eiginlegu
Þórshamra. Sá gripur er í raun og veru einstæður, og má þó líkja
honum við skeggið á Þórslíkneskinu Þjms. 10880, en það myndar
eins konar kross. Silfurkrossinn frá Fossi er lausafundur, sem ekki
verður tímasettur með öruggri vissu, en þó eru krossar þekktir í
heiðnum gröfum víkingaaldar, svo sem greinilega kom í ljós í þessu
kumli.
Þórshamarinn frá Vatnsdal er nauðalíkur Þórshömrum, sem fund-
izt hafa á Norðurlöndum. Þeir eru flestir úr silfri eða járni, þekkj-
ast reyndar einnig úr gulli, og finnast þeir, sem úr járni eru, oft
margir saman, þræddir upp á járnhring, og hafa verið lagðir ofan