Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið borin í festi um hálsinn, ef til vill á steinasörvinu með king-
unni, sem um getur síðar.
Bjallan er nú mest 2,2 sm á hæð, en brotnað hefur neðan af henni
allt um kring svo og eyrað ofan af. Hún er sexstrend, óskreytt og
slær sér jafnt út niður úr. Nokkur ryðlitur er efst á henni þar sem
eyrað hefur verið, en ekki hefur verið hreinsað innan úr henni til að
sjá, hvort járnkólfur hefur verið þar eins og menjar sáust um í
hinum íslenzku bjöllunum.
Þær tvær bjöllur, sem fyrir voru hérlendis, voru lengi taldar ein-
stæðar í sinni röð, og þá jafnframt íslenzkar að uppruna. En nú
er kunnugt um tvær bjöllur á Norðvestur-Englandi, sem virðast
nauðalíkar íslenzku bjöllunum, og bendir það til þess, að þær séu
enskar að uppruna. Skal annars vísað til greinar Kristjáns Eld-
járns um bjöllurnar, sem birtist í þessu hefti af Árbók (bls. 67—70).
Kúfískur 'peningur. Við skolun á sandinum fannst lítil, kringlótt
silfurplata, um 1,19—1,24 sm í þvermál, og þykktin er um 0,05—
0,06 sm. Gat er borað gegnum plötuna úti við brún. Örlítill vottur
af kroti sást á plötunni, og vakti það grun um, að hér væri um silfur-
pening að ræða. Það reyndist rétt, því að konservator Kolbjorn
Skaare, forstöðumaður Universitetets Myntkabinett í Osló, sem fékk
plötuna til greiningar, gat skilgreint hana sem brot af kúfískum
(arabískum) dírhem. Þetta er aðeins lítill hluti hins upprunalega
penings, og er þvermálið tæplega þriðjungur af því, sem þáð hefur
verið. — Ekki er óvenjulegt, að finnist kringlóttir partar af kúfísk-
um peningum, slíkt er einkum algengt í rússneskum fundum, og eru
þeir flestir frá síðara hluta 10. aldar.
Ekki reyndist unnt að greina leifar peningsins til tegundar, en
með tilliti til vissra atriða í myntgerðinni telur Skaare sig geta
tímasett hann til áranna frá 850—950, og sé tekið tillit til funda
slíkra peninga á Norðurlöndum megi jafnvel tímasetja hann til
áranna 870—930 (8).
Kúfískir peningar hafa áður fundizt fjórum sinnum hér á landi.
í silfursjóðnum frá Gaulverjabæ eru fimm kúfískir peningar, fimm
brot eru í silfursjóðnum frá Ketu á Skaga, og í 2. kumli á Sílastöðum
í Eyjafirði fundust brot af tveimur kúfískum peningum. Loks eru
tveir gegnumboraðir peningar á steinasörvi frá Mjóadal í Mýra-
sýslu, og hafa þeir verið bornir sem skartgripir eins og peningurinn
frá Vatnsdal (9).
Kinga. Við skolunina fannst einnig smá kinga, éða leifar af kingu,
úr bronsi. Af henni er mjög lítið eftir, en eins og hún er nú er hún