Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 19
BÁTKUMLIÐ 1 VATNSDAL 23 óljósar leifar af fatnaði. Baugarnir lágu innan um leggja- og rifbein en ekki utan um handleggsbein, eins og vænta hefði mátt, ef kumlið hefði verið óhreyft. Baugarnir eru báðir eins, einfaldir að gerð og óskreyttir. Þeir eru sporbaugslaga, slegnir til úr bronsteini, 0,5—0,6 sm í þvermál, mjókka og fletjast út til endanna, sem ná ekki alveg saman. Stærð bauganna sjálfra er sem næst 5,3—5,8x6,5—6,2 sm. Armbaugar úr bronsi eru næsta algengir meðal víkingaaldar- minja, en þessir eru hinir fyrstu, sem finnast hérlendis. Fyrir voru hér tveir fornir armbaugar, annar úr tálgukoli (gagat), fundinn í kumli í Álaugarey í Hornafirði, en hinn er úr silfri og mun vera fundinn í Skagafirði. Auk þess eru til brot af silfurarmbaugum í silfursjóðum (13). Þótt baugarnir séu lagleg smíð, verða þeir, sökum einfaldleika síns, vart greindir til ákve'ðinnar tegundar eða uppruna. Þeir eru næsta líkir mörgum hinna fábrotnu armbauga, sem víða finnast í víkingagröfum erlendis, til dæmis í Bjarkey í Svíþjóð (14). Fingurhringur. Fingurhringur úr bronsi lá rétt hjá armbaugun- um. Hann er mjög einfaldur að gerð, um 2,2—2,4 sm að utanmáli, gerður úr 0,3 sm gildum bronsvír, og ganga endarnir lítið eitt á misvíxl, en eru ekki snúnir saman, eins og venja er um slíka hringa. Á einum stað er hringurinn nokkuð tærður. Hringnum er helzt að líkja við bronshring úr gröf í Bjarkey í Svíþjóð (15) og hring úr gröf í borginni Grobin í Lettlandi (16). Ekki skal því samt haldið fram, að hér sé um austrænan hlut að ræða. Gerðin er svo einföld, að hringurinn gæti verið smíðaður að kalla hvar sem er. Hér á landi hafa tvisvar áður fundizt fingurhringar í kumlum, báðir úr silfri. Aðeins annar þeirra er varðveittur, og er hann með venjulegu víkingaaldarlagi og endarnir snúnir saman (17). Kamhar. Tveir kambar og brot af hinum þriðja, svo og hlutar af kambslíðrum, fundust í kumlinu. Allt var þetta í brotum, en tveimur kambanna hefur tekizt að raða saman að mestu, og er hægt að gera sér grein fyrir gerð þeirra. Einn kamburinn hefur verið í miðjum bátnum, en hann fannst ekki fyrr en sandurinn var skolaður. Hann er með venjulegu lagi, óskreyttur og negldur með járnnöglum. Nokkuð vantar á annan endann, en kamburinn hefur verið um 9 sm langur heill. Göt eru boruð gegnum báða enda. Hinir kambarnir — en af öðrum eru ekki eftir nema fáein stök
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.