Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 25
BÁTKUMLXÐ I VATNSDAL 29 því láta sér detta í hug, að það hafi látizt samtímis, t. d. í drepsótt, eða drukknað. Að líkindum hafa grafirnar verið ræntar snemma á öldum. Það er frekar fátítt að finna fornmannsgröf, sem ekki hefur verið opnuð einhvern tíma í fornöld í leit að vopnum og öðru fémætu, enda skort- ir ekki frásagnir af haugbrotum í fornsögunum. Það er athyglis- vert, áð engin vopn fundust, og hefði þó mátt vænta, að ekki hefðu allir kai'lmennii’nir verið látnir fara vopnlausir í gröfina. En ekkert fannst af slíku tagi, og spjótsoddur sá, sem finnendur kumlsins töldu sig verða vara við, var með öllu hruninn sundur og óskilgi'ein- anlegur, er rannsóknin var gerð. Athyglisverðir eru spanskgi'ænublettir á beinum kvennanna; þeir sýna, að þar hefur legið brons, sem litað hefur frá sér. Kúptar bronsnælur, sem konur báru oft framan á öxlum sér og eru meðal algengasta haugfjár í gröfum kvenna, fundust engar í kumlinu, en hins vegar sýnir bi'onsliturinn á viðbeinum einnar beinagrindar- innar, að slíkar nælur hafa verið lagðar með þeirri persónu í gröf- ina. Þær hafa vakið athygli, er grafirnar voru ræntar, og verið hirtar. Vopn kai’lmannanna hafa þá einnig verið tekin til handar- gagns, enda voru vopnin það, sem oftast vai'ð tilefni haugbrota. En smádótið, sörvið, kambarnir, metin og annað það, sem í gröfinni var nú, hefur annaðhvoi't verið álitið lítils virði og ekki hirðandi, eða þá að hreinlega hefur sézt yfir það. Sé litið á haugféð sem heild, víkur það í fáu frá venjulegu nor- í’ænu haugfé á víkingaöld. Bátkuml eru norrænt séreinkenni, og hefur sá siður að grafa menn í bátum verið tíðkaður víðast, þar sem norrænir menn lögðu lönd undir sig eða fóru urn á víkingaöld. Skartgripirnir, svo sem steinasörvið, hringarnir, Þói'shamai'inn og kingan, eru einnig hánori’ænir. Það er helzt bjallan og krossinn, sem stingur í stúf við það, sem venjulegt er að finna í norrænum gröfum frá þessum tíma. Að vísu hafa fundizt ki’ossar og bjöllur í Bjarkeyjai'gröfum, en af annarri gex’ð en okkar hlutir. Þarna virð- ist votta fyrir vestrænu innskoti í norræna skarttízku, svo sem fyrr er á minnzt. Af þessu mætti því helzt álykta, að sú persóna, sem átt hefur þessa gripi, hafi komið frá víkingabyggðunum fyrir vest- an haf eða haft við þær einhver tengsl. Krossinn ber vitni um kristin áhrif, og hefur sú eða sá, sem hann bar, haft kynni af kristnum sið, svo sem bjallan sýnir einnig. Hins vegar er Þórshamai'inn al- heiðinn gripur. Er þá að lokum vert að gefa nokkurn gaum að því, sem vitað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.