Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Tafla 2, sem gefur yfirlit yfir meðalvísitölur og stærð nokkurra
skyldra hauskúpuflokka sýnir, að sá vatnsdælski er með mesta haus-
kúpustærð af þeim, og á það jafnt við um heilabús- sem andlitshluta
hauskúpunnar. Ennfremur er hlutfallsleg hæð vatnsdælsku hauskúp-
anna mest eins og kemur fram á lengdar-hæðar og breiddar-hæðar-
vísitölunum, og sömuleiðis er yfirandlitsvísitala I og augntóttarvísi-
talan að meðaltali hærri en í nokkrum hinna flokkanna. Önnur atriði
í'töflu 2 skulu ekki rakin hér sérstaklega, enda hæpið að leggja mikið
upp úr þeim vegna fæðar athugananna.
Það sem maður sérstaklega festir sig við viðvíkjandi útliti Vatns-
dælanna er hið háa höfuð þeirra, vegna þess a'ð það sem sérstaklega
auðkennir höfuðlag hinna fornu Islendinga gagnvart Norðmönnum
á járnöld er hið hlutfallslega lága höfuð hinna fyrrtöldu. Um þetta
atriði standa Vatnsdælir nær norsku járnaldarmönnunum en hinum
fornu Islendingum, en um flest önnur atriði er þessu öfugt farið.
Þar má sérstaklega tilnefna hinn hlutfallslega skamma sköflung og
hina tíðu kjálkagarða.
Það hefur komið fram í því, sem á undan er gengið, að Vatnsdælir
hafa nokkra sérstöðu meðal íslendinga í heiðni, sem e'ðlilegast er að
rekja til norsku járnaldarmannanna, en vegna þess að aðeins eru
kunn bein frá þessum eina stað á Vestfjörðum er hæpið að draga
nokkra ályktun viðvíkjandi tíðni hins hlutfallslega háa höfuðs meðal
Vestfirðinga almennt. Það eru alltaf miklar líkur fyrir því, að í sama
kumlateiginum séu heygðir nánir ættingjar, og til þess, að svo hafi
verið í Vatnsdal, gæti þáð bent, að tveir mannanna eru með óvenju-
litla hliðlæga hægri framtönn í efri gómi.
II. Fornleifafræöi.
Eins og þegar hefur komið fram, var ekki að sjá, að neinn hluti
beinagrindanna væri í upprunalegri legu. Þetta er einkennilegt, þegar
það er athugað, að eðlilegast er að álykta, að alltaf einn mannanna
hafi verið heygður í bátnum og bein hans því átt að vera á sínum
upphaflega stað. Nú er kunnugt um mikinn fjölda kumla, sem búið
hefur verið að róta í fyrr á öldum, en sjaldnast svo gagngert, áð ekki
hafi eitthvað af beinunum verið í eðliiegri afstöðu hvert til annars,
hafi eitthvað sem heitið gat verið varðveitt af þeim. Annað sérkenni-
legt við þennan beinafund er, hve mikið er varðveitt af beinum allra
beinagrindanna. Frumskilyrði þess, sem er að jarðvegurinn sé geym-
inn á bein, hefur verið til staðar á kumlateignum, þar sem er skelja-