Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
allt lík karla. En af báðum atriðunum verður ráðið, að algert handa-
hóf hefur ekki verið á því, hvernig beinum var hrúgað saman í bát-
inn, eftir að kumlin voru rofin. Þessu er erfitt að koma heim við
uppgraftarskýrsluna og þær ályktanir, sem ég hef dregið af henni
hér að framan. Dreifingu spanskgrænunnar á beinin liggur beinast
við að skýra svo, að báturinn hafi verið tæmdur af jarðvegi eftir
því sem hægt var, en bein og munir skildir eftir í honum að mestu.
Síðan hafi fyrst verið látin í hann bein þeirra beinagrinda er voru
með spanskgrænublettum, en þó þannig að öll bein neðan hnés hafi
verið látin til fóta, ofan á hafa svo komið bein spanskgrænulausu
beinagrindanna. Það sem mælir gegn þessu er, að næsta ótrúlegt
jmá teljast, að engin af beinum þess, er heygður var í bátnum, voru
í eðlilegri legu, hafi þau aldrei verið tekin úr bátnum, og verður
mér í þessu sambandi sérstaklega hugsað til hryggjarliða og fótbeina.
Jafn-óskiljanlegt er það, að hafi þessari beinagrind verið alger-
lega umturnað eða beinin tekin úr bátnum, að þau skuli þá hafa
lagzt svo að ekkert bein neðan mittis kæmist í snertingu við brons-
muni. Það væri meiri tilviljun en ég er trúaður á að gerist, ef skrifa
ætti þessar mótsagnir á hennar reikning, en ég kem ekki auga á
leið til að koma öllu árekstralaust saman, og verður við svo búið að
standa.
Að lokum er að athuga, hvaða lík muni hafa verið hauglagt í bátn-
um. Af mununum má álykta, að það hafi verið kona, svo af þeim
ástæðum ætti H 123 ekki að koma til greina, þrátt fyrir það að líkur
eru til að armbaugar hafi fylgt henni. Ég hef ítrekað athugað þessa
beinagrind með tilliti til kynsins og tel langlíklegast, að um karl-
mannsbeinagrind sé að ræða. Og er þá sennilegast, að öll spansk-
græna á henni stafi frá verunni í beinahrúgunni og að tilviljun ráði
því, að spanskgrænan á framarmsleggj unum sé þessleg að vera und-
an armbaug. En er þá nokkur kvennabeinagrindanna, sem allir brons-
munirnir, að undanskildu meti, undna vírnum og fingurhringnum,
sem óvíst er um hvernig voru bornir, hefði getað fylgt? Næst því kemst
H 124, en sennilega á kringlótta nælan ekki þar heima, því ganga
verður út frá, að hún hafi verið borin á brjósti og þá sett spansk-
grænu á bringubein og bringubeinsenda rifja. Hugsazt gæti, að
bringubeinshluti sá, sem ég hef talið til H 121 ætti heima í H 124,
en rifin eiga örugglega heima í H 121, svo meiri líkur eru til, að
nælan eigi þar heima en í H 124. Það má telja öruggt, að bæði H 121
og 124 hafi borið bronsmun(i) framan á hálsi, en þar sem bjallan
fannst við kjálka H 121 þá er eðlilegra að álykta, að þar eigi hún