Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 60
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ur dyrastafi, sem felldir eru ofan í aurstokk og upp í dyratré, sem aftur er fellt í stöpla um það bil tuttugu sentímetrum fyrir neðan bita. Milli dyratrés og bita eru fjórir pílárar, en í bilinu milli dyra- stafa og stöpla eru fimm stuttslár annars vegar, en fjórar hins vegar, ein hefur fallið í burtu. Framhliðin hefur líkan umbúnað, nema hvað þverslár koma í stað hurðar, þær eru fjórar og stuttslár jafnmargar. Hér við bætast rimlar, sem negldir eru aftan á slár og pílára. Vatns- bretti eru framan og aftan undir reisifjöl, þar yfir vindskeiðar og að framan leifar af krossi. Ekki er ég nógu fróður til að dæma um aldur viðanna, en við lauslega athugun virðast stöplar, syllur, bitar og þak vera samstætt, en rimlar, skakkslár og langslár vera sitt úr hverri áttinni og seinni viðbætur. Töluverður fúi er kominn í aur- stokka og neðstu hluta stöplanna, einnig er reisifjölin á þaki feyskin orðin, einkum sunnan megin. Að öðru leyti er klukknaport þetta ekki í sem verstu standi, og ætti að vera auðvelt að gera við það og halda því við um langan aldur. Klukknaportið á Möðruvöllum er í alla staði merkileg menningar- söguleg heimild, og gléðjast ber yfir því, að nú skuli það vera komið á þjóðminjaskrá (1962) til varðveizlu ókomnum kynslóðum. Tvö atriði tel ég þó merkust. Annað er trélás í norðausturhorni þess, hitt er hallinn á framstöplunum. Ætla má, að norðausturhornið hafi orðið fyrir minnstu hnjaski af veðri og vindum og því líklegt, að einmitt þar finnist upprunalegust gerð hússins. í rauninni má segja, að þriðja forna minnið blasi við sjónum, strax og hús þetta er litið augum, en það eru sylluendarnir fram og aftur úr stöplum. Þetta minni er þó ekki einstakt eins og hin tvö, því að sjá má merki þess á öðrum gömlum húsum á Islandi, en er þó í nánum tengslum við fyrstnefnda minnið, hornlásinn. Hér er um leifar af gamalli tré- smíði að ræða, og má rekja ætt þess alla vegu til Noregs, trésmíði, sem ég vil nefna stafverk og verið hefur ráðandi á hinu norræna menningarsvæði fyrr á öldum. Hvorki er tími né tækifæri til að ræða þá fullyrðingu hér, hváð þá sanna hana, en lás þessi fyrrnefndur er þó eitt sönnunargagnið af mörgum. Lítum á teikningu af gömlu norsku stafverki (mynd bls. 61) og athugum þar samsetningu syllu og hornstafs. Syllan nær nokkuð út fyrir stöpulinn eins og á klukkna- portinu, ennfremur má greina á syllunni hak, sem fellur að stöplin- um. Til hvers er það? Það er bæði til þess að skorða stafinn betur og veita viðspyrnu þeim þrýstingi, er þéttkíldar þiljurnar valda. Slíkt hak sjáum við einnig í enda syllunnar í klukknaportinu, að vísu er hér ekki um algjöra hliðstæðu að ræða, enda er eðli þessara húsa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.