Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 67
KRISTJÁN ELDJÁRN
BJÖLLURNAR FRÁ KORNSÁ OG BRÚ
I tveimur 10. aldar kumlum íslenzkum hafa fundizt litlar bjöllur
úr bronsi.1 Þau eru kumlin á Kornsá í Vatnsdal og Brú í Biskups-
tungum, hvort tveggja konukuml, og munu bjöllurnar hafa verið
bornar á hálsfesti ásamt glerperlum. í Kumlum og haugfé (1956)
lýsti ég bjöllum þessum þannig: „Báðar eru bjöllurnar sexstrendar,
með laufaskurði að neðan. Ofan á Kornsárbjöllunni er allhátt eyra
með gati, og mun sams konar eyra hafa verið á Brúarbjöllunni, en
brotnað af, og hefur þá gat verið borað gegnum koll bjöllunnar.
Kornsárbjallan er óskreytt, en á Brúarbjöllunni eru margir depil-
hringar. Uppi í kverk þeirra beggja eru járnleifar, og hefur kólfur
hangið þar, en hann vantar nú. Kornsárbjallan er 2,8 sm að hæð,
Brúarbjallan 2,5, en er þó í rauninni lítið eitt stærri en hin. Sterkur
sameiginlegur svipur er á báðum bjöllunum. Báðar eru þær steyptar".
Við þessa lýsingu er engu að bæta, en vafasamt er að komast þann-
ig að or'ði, að bjöllurnar séu laufskornar neðan, þótt það sé ekki al-
veg tilhæfulaust. Brúnir beggja bjallnanna neðst eru töluvert
skemmdar. Á Kornsárbjöllunni hefur hver hlið verið nokkuð boga-
dregin neðst, og við það hefur komið fraxn eins konar laufskurður.
Vera má, að svo hafi einnig verið á Brúarbjöllunni, en skörð þau, sem
nú sjást, munu stafa af skemmdum. Það sést meðal annars á því,
1 Ég skrifaði þessa smágrein 1961, rétt eftir að mér barst í hendur grein Bu’Locks
um fornleifarnar frá Meols. Greinin hefur síðan beðið birtingar í Árbók, en á
meðan hafa þau tíðindi gerzt, svo sem sjá má á grein Þórs Magnússonar hér
að framan, að fundizt hefur enn ein bjallan hér á Islandi, nefnilega í kumlinu
í Vatnsdal í Barðastrandarsýslu. Þó að sú bjalla sé óheillegust bjallnanna, er
enginn vafi á þvi, að hún er af nákvæmlega sömu gerð og hinar. Bjöllur af
þessari sömu gerð eru þá orðnar þrjár hér á landi og eru þar með orðnar enn
greinilegra sérkenni meðal islenzkra sögualdargripa heldur en sýnt var, þegar
ég skrifaði greinina. Ég bendi aðeins á þetta, en hirði annars ekki um að skrifa
greinina aftur með tilliti til hinnar nýju bjöllu, heldur læt hana flakka í því
formi, sem hún hafði tekið á sig, áður en Vatnsdalskumlið fannst. — K. E.