Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 67
KRISTJÁN ELDJÁRN BJÖLLURNAR FRÁ KORNSÁ OG BRÚ I tveimur 10. aldar kumlum íslenzkum hafa fundizt litlar bjöllur úr bronsi.1 Þau eru kumlin á Kornsá í Vatnsdal og Brú í Biskups- tungum, hvort tveggja konukuml, og munu bjöllurnar hafa verið bornar á hálsfesti ásamt glerperlum. í Kumlum og haugfé (1956) lýsti ég bjöllum þessum þannig: „Báðar eru bjöllurnar sexstrendar, með laufaskurði að neðan. Ofan á Kornsárbjöllunni er allhátt eyra með gati, og mun sams konar eyra hafa verið á Brúarbjöllunni, en brotnað af, og hefur þá gat verið borað gegnum koll bjöllunnar. Kornsárbjallan er óskreytt, en á Brúarbjöllunni eru margir depil- hringar. Uppi í kverk þeirra beggja eru járnleifar, og hefur kólfur hangið þar, en hann vantar nú. Kornsárbjallan er 2,8 sm að hæð, Brúarbjallan 2,5, en er þó í rauninni lítið eitt stærri en hin. Sterkur sameiginlegur svipur er á báðum bjöllunum. Báðar eru þær steyptar". Við þessa lýsingu er engu að bæta, en vafasamt er að komast þann- ig að or'ði, að bjöllurnar séu laufskornar neðan, þótt það sé ekki al- veg tilhæfulaust. Brúnir beggja bjallnanna neðst eru töluvert skemmdar. Á Kornsárbjöllunni hefur hver hlið verið nokkuð boga- dregin neðst, og við það hefur komið fraxn eins konar laufskurður. Vera má, að svo hafi einnig verið á Brúarbjöllunni, en skörð þau, sem nú sjást, munu stafa af skemmdum. Það sést meðal annars á því, 1 Ég skrifaði þessa smágrein 1961, rétt eftir að mér barst í hendur grein Bu’Locks um fornleifarnar frá Meols. Greinin hefur síðan beðið birtingar í Árbók, en á meðan hafa þau tíðindi gerzt, svo sem sjá má á grein Þórs Magnússonar hér að framan, að fundizt hefur enn ein bjallan hér á Islandi, nefnilega í kumlinu í Vatnsdal í Barðastrandarsýslu. Þó að sú bjalla sé óheillegust bjallnanna, er enginn vafi á þvi, að hún er af nákvæmlega sömu gerð og hinar. Bjöllur af þessari sömu gerð eru þá orðnar þrjár hér á landi og eru þar með orðnar enn greinilegra sérkenni meðal islenzkra sögualdargripa heldur en sýnt var, þegar ég skrifaði greinina. Ég bendi aðeins á þetta, en hirði annars ekki um að skrifa greinina aftur með tilliti til hinnar nýju bjöllu, heldur læt hana flakka í því formi, sem hún hafði tekið á sig, áður en Vatnsdalskumlið fannst. — K. E.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.