Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 68
68 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1. Bjalla frá Meols á NorÖvestur-Englandi. 2. Bjalla frá Kornsá l Vatnsdal. 3. Bjalla frá Brú í Biskiipstungurn. að eitt skarðið, sem þó virðist sæmilega reglulegt, nær upp í einn depilhringinn. Þegar ég skrifaði bókina Kuml og haugfé, var mér ljóst, hve algjör- lega einstæðar þessar smábjöllur eru meðal norrænna forngripa. Leit ég svo á, að eðlilegast væri að setja þær í samband við írskar smábjöllur, sem nóg er til af. Þó gat ég ekki talið þær írskar að uppruna, því að mér virtust þær ekki líkar írskum bjöllum. Niður- staða mín var þessi: „Af því er ætlandi, að þær séu ekki írskar að uppruna. En þar sem þær eru jafnframt einstæðar meðal norrænna bjallna og einu dæmi þess, að bjöllur væru bornar í bandi um háls- inn, virðist eðlilegasta skýringin vera sú, að hér gæti áhrifa frá írskri kristni, þó áð bjöllurnar séu heimasmíðaðar hér á landi. Konurnar á Brú og Kornsá hafa borið þær sem verndargripi. Ef til vill hafa þær haft kynni af kristinni trú og siðum. En hvað sem því líður, ætti að mega hafa fyrir satt, að hinar einkennilegu íslenzku bjöllur eigi rætur að rekja til írlands á þann hátt, sem nú hefur verið greint.“ T. C. Lethbridge hafði áður minnzt lauslega á íslenzku bjöllurnar í bók sinni Merlin’s Island (London 1948). Taldi hann þær keltnesk- ar að uppruna (en setti þó spurningarmerki við) og sennilega frá 7. eða 8. öld. Bar hann þær saman við litla bronsbjöllu, sem fundizt hafði með 7.—8. aldar hlutum í Keoldale, Sutherland, Norðvestur- Skotlandi. Teikningin, sem Lethbridge birti af þessari bjöllu í bók sinni, er þó svo frumstæð, að ekki verður eftir henni dæmt, hvort um sams konar bjöllu sé að ræða. Þar sem Lethbridge hefur sjálfur séð þessa bjöllu og segir að hún sé mjög lík íslenzku bjöllunum, verður þó að treysta, að hann fari rétt með. Hins vegar er erfitt að trúa því,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.