Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 68
68
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. Bjalla frá Meols á NorÖvestur-Englandi. 2. Bjalla frá Kornsá l
Vatnsdal. 3. Bjalla frá Brú í Biskiipstungurn.
að eitt skarðið, sem þó virðist sæmilega reglulegt, nær upp í einn
depilhringinn.
Þegar ég skrifaði bókina Kuml og haugfé, var mér ljóst, hve algjör-
lega einstæðar þessar smábjöllur eru meðal norrænna forngripa.
Leit ég svo á, að eðlilegast væri að setja þær í samband við írskar
smábjöllur, sem nóg er til af. Þó gat ég ekki talið þær írskar að
uppruna, því að mér virtust þær ekki líkar írskum bjöllum. Niður-
staða mín var þessi: „Af því er ætlandi, að þær séu ekki írskar að
uppruna. En þar sem þær eru jafnframt einstæðar meðal norrænna
bjallna og einu dæmi þess, að bjöllur væru bornar í bandi um háls-
inn, virðist eðlilegasta skýringin vera sú, að hér gæti áhrifa frá írskri
kristni, þó áð bjöllurnar séu heimasmíðaðar hér á landi. Konurnar
á Brú og Kornsá hafa borið þær sem verndargripi. Ef til vill hafa
þær haft kynni af kristinni trú og siðum. En hvað sem því líður, ætti
að mega hafa fyrir satt, að hinar einkennilegu íslenzku bjöllur eigi
rætur að rekja til írlands á þann hátt, sem nú hefur verið greint.“
T. C. Lethbridge hafði áður minnzt lauslega á íslenzku bjöllurnar
í bók sinni Merlin’s Island (London 1948). Taldi hann þær keltnesk-
ar að uppruna (en setti þó spurningarmerki við) og sennilega frá
7. eða 8. öld. Bar hann þær saman við litla bronsbjöllu, sem fundizt
hafði með 7.—8. aldar hlutum í Keoldale, Sutherland, Norðvestur-
Skotlandi. Teikningin, sem Lethbridge birti af þessari bjöllu í bók
sinni, er þó svo frumstæð, að ekki verður eftir henni dæmt, hvort um
sams konar bjöllu sé að ræða. Þar sem Lethbridge hefur sjálfur séð
þessa bjöllu og segir að hún sé mjög lík íslenzku bjöllunum, verður
þó að treysta, að hann fari rétt með. Hins vegar er erfitt að trúa því,