Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 84
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I Haugsholti er greftrunarstaður Jólgeirs landnámsmanns, sem
séra Brynjólfur í Kálfholti einnig getur um, og heitir að réttu Jól-
geirshaugsholt og Jólgeirshaugsholtsþúfa.
Þess er vert að geta, að Guðmundur Hróbjartsson, Hellnatúni, sem
er fæddur 1863 og ólst upp til fullorðinsára á næsta bæ, Ásmundar-
stöðum, segir nákvæmlega eins frá og Vigfús.
Það er eins og annar andi svífi yfir vötnunum í þessum staðar-
sögnum heldur en hinum fyrri. En í raun réttri er Sel að nokkru
eða öllu leyti framhald af jörðinni Jólgeirsstöðum, og verður vikið
að því síðar.
III.
Nú er ekki auðvelt að gera sér fulla grein fyrir því, hve landnám
Jólgeirs hafi náð yfir stórt svæði. Mörkin að neðanverðu eru sæmi-
lega glögg, lækirnir til hvorrar hliðar, norðan og sunnan, einnig
glögg, en efri mörkin með öllu óþekkt, þ. e. hve langt uppeftir Holt-
unum land hans náði í fyrstu.
Bráðlega hefir molnað úr því, bæði við arfaskipti, útleigur og ef
til vill sölu. Enda skiptust landnámin og ýmsar stórjarðir landsins
niður í smærri eignir og jarðir þegar á fyrstu tveimur öldum íslands
byggðar. Og vitanlega hafa nokkurar eignabreytingar orðið á hverj-
um tíma, bæði við erfðir og venjuleg viðskipti.
Eins hefir farið hér. Af landnámi Jólgeirs hefir lengst verið sam-
eign, eða framundir vora daga, hin svokallaða Áseign eða Ástorfa.
Samkvæmt bókstaf frásagnar Landnámu hefðu að minnsta kosti
jarðirnar Arnkötlustaðir og Berustaðir, og raunar hinar aðrar jarð-
ir vestan Rauðalækjar ofanvert, átt að vera með, en hafa helzt úr
lestinni fyrir svo löngu síðan, að engar sagnir eru um, hvenær það
hafi gerzt eða með hverjum hætti.
I syðri hluta landnámsins er jörðin Ás. Þar virðizt hafa verið búið
stórbúi um árið 1000 og síðar á 11. öld. Það kemur ekki þessu máli
við, en miklar líkur eru til, að Þorvaldur Skeggjason hafi verið krist-
inn, og kristniboðinu var hann hinn mesti haukur í horni, en ekki
er vitað, þegar fyrst er getið um hann í Ási, hvort hann hafi verið
sjálfseignarbóndi eða ekki né heldur hve landstór jörðin hefir verið.
Því miður kann ég ekki að lesa úr þeim rúnum, sem lagðar hafa
verið undir kodda þeirra Ásbænda og mögnuðu þá til dáða. Ef til
vill hefir hér eingöngu verið um að ræða meðfæddan manndóm þeirra,
mannahylli og ættartengsl.