Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 88
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS upp um 1491—1581, er máldagi Áskirkj u í Holtum, og hefst hann þannig30: „Kirkjan í Ási á Jólgeirsstaði, er Kolbeinn Pétursson gaf henni. Hún á reka, er greindur Kolbeinn gaf henni og liggur fyrir Þykkvabæ-------- Þá kemur lýsing á rekamörkunum, síðan upptalning á inventari- um og búnaði. Hvorki minnzt á gjafir Þuríðar né skógarítakið, en það, að minnsta kosti, var í fullu gildi, eins og síðar kom í ljós. Máldagi þessi er talinn vera næst á eftir Vilchinsmáldaga að aldri, og segja þeir báðir til samans frá skipan, sem staðið hafði um aldaraðir, hinn eldri frá því, sem geymzt hafði frá upphafi kristninnar, en hinn yngri frá tímabilinu, sem leið milli samninga þeirra til viðbótar. Þeir eru því báðir hin merkilegustu plögg. Hinn yngri hefst á því, að Áskirkja eigi Jólgeirsstaði, er Kolbeinn Pétursson hafi gefið henni. Hann hafi einnig gefið henni fjöru fyrir Þykkvabæjarlandi. Vilchinsmáldagi getur um fjöruna og gefandann, en ekki jörðina, og er það athyglisvert. Það er og mikilsverð frásögn, að Kolbeinn hafi gefið Jólgeirsstaði. Með því er það ljóst, að jörðin hefir verið bændaeign, og þá kirkjan líka, hvort tveggja eins og var í Ási. Hefir þess vegna verið miklu auðveldara að koma í kring samsteypu sóknanna tveggja í eina og halda ekki nema eina kirkju. Bændahöfðingjar í þann tíma voru þvílíkir valdsmenn — og sjálfstæðishetjur — að þeir voru nálega einráðir á jarðeignum sínum, þó að vísu í tilfellum slíkum sem þessu hefðu kirkjunnar menn sitt að segja. Landamerki nokkurra nágrannajarða benda eindregið til þess að talsverður hluti landnáms þeirra bræðra, Jólgeirs og Ráðorms, hafi í fyrndinni verið um sinn í eigu eða umráðarétti eins hyggins manns. Ef um sameign hefir verið að ræða, hefir samkomulagið verið með ólíkindum. Landnáma segir, að Rauðilækur hafi skilið á milli landnáms bræðranna, og eftir því ætti Vetleifsholtstorfan að eiga land að læknum. En svo er ekki, og hefir ekki verið svo langt aftur sem skilríki ná. Lækurinn rennur nokkurn veginn miðsvæðis í gegnum lönd jarðanna, Syðri-Rauðalækjar, Arnkötlustaða og Hellna- túns (suður-hjáleigan í Ástorfunni). Með öðrum orðum: Nálega helmingur jarðanna þriggja er úr landnámi Ráðorms, en hinn heimingurinn úr landnámi Jólgeirs. — Því má bæta við, að það er vafamál, hvort hægt hefði verið að ráðstafa þessu landsvæði á 15 DI IV, bls. 61—62. 1C DI VII, bls. 41.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.