Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 88
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
upp um 1491—1581, er máldagi Áskirkj u í Holtum, og hefst hann
þannig30: „Kirkjan í Ási á Jólgeirsstaði, er Kolbeinn Pétursson gaf
henni. Hún á reka, er greindur Kolbeinn gaf henni og liggur fyrir
Þykkvabæ--------
Þá kemur lýsing á rekamörkunum, síðan upptalning á inventari-
um og búnaði. Hvorki minnzt á gjafir Þuríðar né skógarítakið, en
það, að minnsta kosti, var í fullu gildi, eins og síðar kom í ljós.
Máldagi þessi er talinn vera næst á eftir Vilchinsmáldaga að
aldri, og segja þeir báðir til samans frá skipan, sem staðið hafði
um aldaraðir, hinn eldri frá því, sem geymzt hafði frá upphafi
kristninnar, en hinn yngri frá tímabilinu, sem leið milli samninga
þeirra til viðbótar. Þeir eru því báðir hin merkilegustu plögg.
Hinn yngri hefst á því, að Áskirkja eigi Jólgeirsstaði, er Kolbeinn
Pétursson hafi gefið henni. Hann hafi einnig gefið henni fjöru fyrir
Þykkvabæjarlandi. Vilchinsmáldagi getur um fjöruna og gefandann,
en ekki jörðina, og er það athyglisvert.
Það er og mikilsverð frásögn, að Kolbeinn hafi gefið Jólgeirsstaði.
Með því er það ljóst, að jörðin hefir verið bændaeign, og þá kirkjan
líka, hvort tveggja eins og var í Ási. Hefir þess vegna verið miklu
auðveldara að koma í kring samsteypu sóknanna tveggja í eina og
halda ekki nema eina kirkju. Bændahöfðingjar í þann tíma voru
þvílíkir valdsmenn — og sjálfstæðishetjur — að þeir voru nálega
einráðir á jarðeignum sínum, þó að vísu í tilfellum slíkum sem
þessu hefðu kirkjunnar menn sitt að segja.
Landamerki nokkurra nágrannajarða benda eindregið til þess
að talsverður hluti landnáms þeirra bræðra, Jólgeirs og Ráðorms,
hafi í fyrndinni verið um sinn í eigu eða umráðarétti eins hyggins
manns. Ef um sameign hefir verið að ræða, hefir samkomulagið
verið með ólíkindum. Landnáma segir, að Rauðilækur hafi skilið á
milli landnáms bræðranna, og eftir því ætti Vetleifsholtstorfan að
eiga land að læknum. En svo er ekki, og hefir ekki verið svo langt
aftur sem skilríki ná. Lækurinn rennur nokkurn veginn miðsvæðis
í gegnum lönd jarðanna, Syðri-Rauðalækjar, Arnkötlustaða og Hellna-
túns (suður-hjáleigan í Ástorfunni). Með öðrum orðum: Nálega
helmingur jarðanna þriggja er úr landnámi Ráðorms, en hinn
heimingurinn úr landnámi Jólgeirs. — Því má bæta við, að það er
vafamál, hvort hægt hefði verið að ráðstafa þessu landsvæði á
15 DI IV, bls. 61—62.
1C DI VII, bls. 41.