Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 89
JÓLGEIRSSTAÐIR
89
hyggilegri hátt með þeim skilyrðum, sem þá voru fyrir hendi, bæði
um nýtingu graslendis, silungsveiðarinnar í læknum og hagræði af
þjóðleiðinni, sem lá meðfram og eftir honum. Og hafi báðar eign-
irnar, Ás og Jólgeirsstaðir, verið komnar í eigu sömu ættarinnar
eða sama manns, var ráðstöfun hins hagsýna eignarmanns að
draga úr tilkostnaðinum miklu auðveldari í framkvæmd. Það sjónar-
mið mætti vel hafa verið ein meginástæðan fyrir breytingunni, sem
gerð hafi verið nokkuru fyrir 1397, eins og fyrr segir. En jörðin
sjálf, Jólgeirsstaðir, hafi ekki verið gefin fyrr en síðar og ekki nógu
snemma til þess að vera getið í Vilchinsmáldaga. Að Kolbeinn var
búinn að gefa fjöruna fyrir Þykkvabæjarlandi í tæka tíð, til þess
að sú gjöf kæmist í máldagann, en ekki jarðargjöfin, gæti bent til
þess, að Kolbeinn hefði verið á foldu um 140017 og ef til vill búið í
Ási, stórbóndi og stórgjöfull og stórsyndugur að hans eigin dómi.
Og þá fara gjafir hans að verða skiljanlegar, þótt ekkert tillit sé tek-
ið til friðþægingarinnar, sem í þeim felst. Hann hefir búið vel, og
hann hefir viljað tryggja framtíð Áss sem stórbýlis.
f ritgerð sinni um kirknatal Páls biskups Jónssonar, sem áður er
vitnað til, kemst próf. Ólafur Lárusson að þeirri meginniðurstöðu,
að frásögnin í sögu Páls biskups um fjölda prestsskyldra kirkna
220, og presta 290, í Skálholtsbiskupsdæmi, muni vera rétt og leiðir
að því ýmis rök, sem hér yrði of langt upp að telja. Enn fremur
bætir hann því við, að sér virðist ekki muni „ofsagt að telja, að
um 1200 hafi milli 7 og 800 guðshús verið í Skálholtsbiskupsdæmi“.
„En 1542 taldi Gizur biskup presta í Skálholtsbiskupsdæmi. Voru þeir
150 „að tilreiknuðum öllum, sem þá lifa“. Á seinasta fjórðungi ald-
arinnar hafa þeir verið enn færri. Prestaköllin munu þá varla hafa
verið mikið fleiri en 130“.18
Mér vitanlega hefur þessum niðurstöðum ekki verið hnekkt, en
þær þýða meðal annars það, að á þessum 340 árum hefir prestum
í biskupsdæminu fækkað nálega um helming. Og eitthvað hefir
gengið úr sér af kirkjum samtímis.
1 neðanverðum Holtunum voru fimm kirkjur um 1200, sem allar
virðast hafa verið prestsskyldar samkvæmt kirknatali Páls biskups:
„á Jólgeirsstöðum, í Ási, í Háfi, at Á, í Kálfaholti".19 Hvort sem
nokkur virðing er í þessari frásögn fólgin, þá er þó kirkjan á Jól-
geirsstöðum talin fyrst hinna fimm kirkna. Oddakirkja er fyrst í
17 DI IV, bls. 867 (um 1397).
18 Ólafur Lárusson, Byggð og saga, Reykjavík 1944, bls. 123—145.
19 DI XII, bls. 7.