Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 89
JÓLGEIRSSTAÐIR 89 hyggilegri hátt með þeim skilyrðum, sem þá voru fyrir hendi, bæði um nýtingu graslendis, silungsveiðarinnar í læknum og hagræði af þjóðleiðinni, sem lá meðfram og eftir honum. Og hafi báðar eign- irnar, Ás og Jólgeirsstaðir, verið komnar í eigu sömu ættarinnar eða sama manns, var ráðstöfun hins hagsýna eignarmanns að draga úr tilkostnaðinum miklu auðveldari í framkvæmd. Það sjónar- mið mætti vel hafa verið ein meginástæðan fyrir breytingunni, sem gerð hafi verið nokkuru fyrir 1397, eins og fyrr segir. En jörðin sjálf, Jólgeirsstaðir, hafi ekki verið gefin fyrr en síðar og ekki nógu snemma til þess að vera getið í Vilchinsmáldaga. Að Kolbeinn var búinn að gefa fjöruna fyrir Þykkvabæjarlandi í tæka tíð, til þess að sú gjöf kæmist í máldagann, en ekki jarðargjöfin, gæti bent til þess, að Kolbeinn hefði verið á foldu um 140017 og ef til vill búið í Ási, stórbóndi og stórgjöfull og stórsyndugur að hans eigin dómi. Og þá fara gjafir hans að verða skiljanlegar, þótt ekkert tillit sé tek- ið til friðþægingarinnar, sem í þeim felst. Hann hefir búið vel, og hann hefir viljað tryggja framtíð Áss sem stórbýlis. f ritgerð sinni um kirknatal Páls biskups Jónssonar, sem áður er vitnað til, kemst próf. Ólafur Lárusson að þeirri meginniðurstöðu, að frásögnin í sögu Páls biskups um fjölda prestsskyldra kirkna 220, og presta 290, í Skálholtsbiskupsdæmi, muni vera rétt og leiðir að því ýmis rök, sem hér yrði of langt upp að telja. Enn fremur bætir hann því við, að sér virðist ekki muni „ofsagt að telja, að um 1200 hafi milli 7 og 800 guðshús verið í Skálholtsbiskupsdæmi“. „En 1542 taldi Gizur biskup presta í Skálholtsbiskupsdæmi. Voru þeir 150 „að tilreiknuðum öllum, sem þá lifa“. Á seinasta fjórðungi ald- arinnar hafa þeir verið enn færri. Prestaköllin munu þá varla hafa verið mikið fleiri en 130“.18 Mér vitanlega hefur þessum niðurstöðum ekki verið hnekkt, en þær þýða meðal annars það, að á þessum 340 árum hefir prestum í biskupsdæminu fækkað nálega um helming. Og eitthvað hefir gengið úr sér af kirkjum samtímis. 1 neðanverðum Holtunum voru fimm kirkjur um 1200, sem allar virðast hafa verið prestsskyldar samkvæmt kirknatali Páls biskups: „á Jólgeirsstöðum, í Ási, í Háfi, at Á, í Kálfaholti".19 Hvort sem nokkur virðing er í þessari frásögn fólgin, þá er þó kirkjan á Jól- geirsstöðum talin fyrst hinna fimm kirkna. Oddakirkja er fyrst í 17 DI IV, bls. 867 (um 1397). 18 Ólafur Lárusson, Byggð og saga, Reykjavík 1944, bls. 123—145. 19 DI XII, bls. 7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.