Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 92
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS V. Ekki er vitað með vissu, hvert ár eða á hvern hátt Ás í Holtum komst í eigu Björns hins ríka Þorleifssonar, hirðstjóra. En um nokkurt árabil hlýtur eignin að hafa verið í eigu hans, því mælt er, að hann hafi átt og rekið þar bú, haft þar umboðsmann og annað umstang, jafnvel komið þangað sjálfur. Og landskuldir og leigur af hinum öðrum jarðeignum hans og ítökum á Suðurlandi, þ. e. í Árness- og Rangárvallasýslum, var skilað að Ási í hans tíð. Um þessar eignir Björns og um afdrif þeirra að mörgu leyti eru til mikil og merkileg skilríki, sem of langt yrði upp að taka að þessu sinni. Hér verður því aðeins minnzt á fáein atriði. Við skipti eftir Björn, í Vatnsfirði 28. okt. 1467,26 komu í hlut konu hans, Ólafar Loftsdóttur, meðal annars Ás í Holtum ,,oc þeim jordum er bondinn atti þar aa landinu". Ekki er þar minnzt á jarð- arhundruð. En í skiptabréfi eftir Ólöfu, 15. apríl 1480,27 og í testa- mentisbréfi Solveigar Björnsdóttur, upphaflega dagsett 14. jan. 1495, afritið dags. 31. marz 1497,28 er í fyrsta skipti minnzt á jarð- arhundruð Ástorfunnar, og eru þau í bæði skiptin talin vera .c., eða stórt hundrað, þ. e. eitt hundrað og tuttugu hundruð á lands- vísu (nánar tiltekið: í fyrra skiptið 124 hdr. en hið síðara 120 hdr.). Þess ber að gæta, að hér er um einkaskipti eða einkaarfaskipti að ræða. Það er að vísu líklegast, en þó ekki með öllu víst, að farið hafi verið eftir hinu raunverulega opinbera jarðamati. Þó að jarð- arhundraða- eða hundraðatala arfahlutanna standist á að því sinni, koma jarðarhundruðin á hverja jarðeign ekki alls staðar til skila síðar meir. Auk Áss er minnzt á margar aðrar jarðir sem eign viðkomenda í framangreindum skjölum. Meðal annarra, 20 hdr. í Vetleifsholti, 20 hdr. í Ljótarstöðum, hálfur Húsagarður, Hraungerði 30 hdr., o. frv. Hafði guðshús verið á þeim öllum nema á Húsagarði. í uppskrift yfir eigur Vigfúsar Erlendssonar hirðstjóra, dags. 23. og 24. maí 1521* 2°, er Ás talinn meðal jarða hans, en ekki er minnzt á dýrleika eignarinnar né heldur annarra eigna hans. Ein af jörðum hans var Rauðilækur í Holtum, sennilega þar sem nú heitir Syðri-Rauðilækur. Bendir það til þessa, að dánarbú Vigfúsar 2 0 DI V, bls. 500. 2 7 DI VI, bls. 255. 2 8 DI VII, 244—45. 2 9 DI VIII, bls. 796.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.