Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 95
JÓLGEIRSSTAÐIR 95 eftir fornu mati, nokkurra jarða, sem vel hefðu getað verið í Jól- geirsstaðatorfunni, en þær eru: Áshóll 10 hdr., Sel 10 hdr., Ás- mundarstaðir 7 hdr., Berustaðir 20 hdr. og Arnkötlustaðir 15 hdr., eða til samans 62 hdr. Tæplega getur minna borið á milli, úr því það var nokkuð. Til eru gömul munnmæli á þessum slóðum um grannkonurnar, Arnkötlu á Arnkötlustöðum og Beru á Berustöðum. Þær voru æsku- vinkonur, og var svo dátt með þeim, að þær máttu varla hvor af annarri sjá. En með aldrinum spratt upp fjandskapur svo hatram- legur þeirra í milli, að þær þoldu ekki einu sinni að koma auga hvor á aðra við kirkjuna. Þrútnaði með þeim óvildin jafnt og þétt, þar til þær tóku upp það ráð að slíta sóknartengsl sín og sóttu alla prestsþjónustu til annarra kirkna. Ui'ðu þau málalok, að Arn- katla gekk í Árbæjarsókn, en Bera í Kálfholtssókn. Og þær lögðu það hvor á sína jörð, að þessi skipan skyldi standa um aldur og ævi. Er hún óbreytt ennþá. VII. Næst koma til sögunnar örugg frumrit, vísitazíugerðir Brynjólfs biskups Sveinssonar.34 Hin fyrsta vísitazía er dagsett í Ási, 2. ágúst 1644. Segir þar fyrst frá eign Áskirkju samkvæmt Vilchinsmál- daga, þá segir að kirkj ukúgildi séu 12, sóknin sé staðurinn með sínum hjáleigum, og öll eignin sé eitt hundruð hundraða á lands- vísu. — Síðan kemur löng lýsing á inventarium kirkjunnanr, ásig- komulagi hennar og kirkjugarðs og hverjar lagfæringar gera þurfi. Þetta er skrásett sem næst 150 árum eftir að testamentisbréf Ólafar Björnsdóttur var dagsett að Skarði. Þar er eignin metin eitt hundrað og tuttugu hundruð á landsvísu eins og fyrr segir, en nú eitt hundrað hundruð. Ef ekki hefir í hið fyrra skiptið verið falinn í matinu hluti úr einhverri annarri nærliggjandi jörð, en matið á eigninni 1495 verið hið opinbera mat, og öðru plaggi er ekki til að dreifa að því sinni, þá hefir á þessu tímabili einhver sú breyting orðið, að Áseignin, með öllum þremur ítökum kirkj- unnar, hefir fallið í verði um sjötta hluta eða 24%. Er það ekkert smáræði. Máldaga-uppskriftin frá Hólum, sem áður er getið, bendir ótvírætt til þess, að breytingin hafi orðið ekki síðar en á seinni hluta sextándu aldar. Þrjár ástæður geta komið til greina. 1 fyrsta lagi er það ljóst af því, sem sagt verður innan skamms, að á Jól- 3 4 Bps. AII Vísitazíubók um Sunnlendingafjórðung 1641—1670 bls. 80, 127 og 204, þar sem vitnað er til hér á eftir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.