Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 95
JÓLGEIRSSTAÐIR
95
eftir fornu mati, nokkurra jarða, sem vel hefðu getað verið í Jól-
geirsstaðatorfunni, en þær eru: Áshóll 10 hdr., Sel 10 hdr., Ás-
mundarstaðir 7 hdr., Berustaðir 20 hdr. og Arnkötlustaðir 15 hdr.,
eða til samans 62 hdr. Tæplega getur minna borið á milli, úr því
það var nokkuð.
Til eru gömul munnmæli á þessum slóðum um grannkonurnar,
Arnkötlu á Arnkötlustöðum og Beru á Berustöðum. Þær voru æsku-
vinkonur, og var svo dátt með þeim, að þær máttu varla hvor af
annarri sjá. En með aldrinum spratt upp fjandskapur svo hatram-
legur þeirra í milli, að þær þoldu ekki einu sinni að koma auga
hvor á aðra við kirkjuna. Þrútnaði með þeim óvildin jafnt og þétt,
þar til þær tóku upp það ráð að slíta sóknartengsl sín og sóttu
alla prestsþjónustu til annarra kirkna. Ui'ðu þau málalok, að Arn-
katla gekk í Árbæjarsókn, en Bera í Kálfholtssókn. Og þær lögðu
það hvor á sína jörð, að þessi skipan skyldi standa um aldur og ævi.
Er hún óbreytt ennþá.
VII.
Næst koma til sögunnar örugg frumrit, vísitazíugerðir Brynjólfs
biskups Sveinssonar.34 Hin fyrsta vísitazía er dagsett í Ási, 2. ágúst
1644. Segir þar fyrst frá eign Áskirkju samkvæmt Vilchinsmál-
daga, þá segir að kirkj ukúgildi séu 12, sóknin sé staðurinn með
sínum hjáleigum, og öll eignin sé eitt hundruð hundraða á lands-
vísu. — Síðan kemur löng lýsing á inventarium kirkjunnanr, ásig-
komulagi hennar og kirkjugarðs og hverjar lagfæringar gera þurfi.
Þetta er skrásett sem næst 150 árum eftir að testamentisbréf
Ólafar Björnsdóttur var dagsett að Skarði. Þar er eignin metin
eitt hundrað og tuttugu hundruð á landsvísu eins og fyrr segir, en
nú eitt hundrað hundruð. Ef ekki hefir í hið fyrra skiptið verið
falinn í matinu hluti úr einhverri annarri nærliggjandi jörð, en
matið á eigninni 1495 verið hið opinbera mat, og öðru plaggi er
ekki til að dreifa að því sinni, þá hefir á þessu tímabili einhver
sú breyting orðið, að Áseignin, með öllum þremur ítökum kirkj-
unnar, hefir fallið í verði um sjötta hluta eða 24%. Er það ekkert
smáræði. Máldaga-uppskriftin frá Hólum, sem áður er getið, bendir
ótvírætt til þess, að breytingin hafi orðið ekki síðar en á seinni
hluta sextándu aldar. Þrjár ástæður geta komið til greina. 1 fyrsta
lagi er það ljóst af því, sem sagt verður innan skamms, að á Jól-
3 4 Bps. AII Vísitazíubók um Sunnlendingafjórðung 1641—1670 bls. 80, 127 og 204,
þar sem vitnað er til hér á eftir.