Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 100
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lækjunum Steinslæk og Rauðalæk og Hrútsvatni. Þegar hann lýsti Vetleifsholti, en þá jörð átti hann og bjó þar þá, var þar heldur engin veiði, og er þó vitað, að svo var. Og tengdasonur hans Páll Hákonarson drukknaði þar við veiðiskap 33 árum síðar. Samkvæmt fénaðarframtali í Jb. Á. M. var búslóð hans á hvorri jörðinni, Ási og Vetleifsholti, hlutfallslega eftir jarðarhundruðum miklu minni en leiguliða hans margra. Að öllu samanlögðu er ekki annað að sjá en hann hafi verið hreinræktaður fulltrúi hinna yngri jarð- eigna- og auðmanna, lagt lítið í hættu, haft smábú, en látið sér líða vel af landskuldum og leigum. Þau ummæli, að jörðin hafi ekki verið byggð í elztu manna tíð og löngu fyrr, eru ákaflega teygjanleg og síður en svo ábyggileg, einkum sakir þess, að þá var nýafstaðinn einhver hinn lengsti og strangasti harðinda- og aflaleysiskafli, sem yfir landið hefir dunið frá því um 1670—1705. Og loks mannfallið í Stórubólu 1707. Frá þeim tíma átti Bjarni um sárt að binda og var orðinn aldurhnig- inn, er hér var komið, og ekki sérlega bjartsýnn. En ummælin geta líka verið alveg rétt að því leyti, að Jólgeirsstaðir hafi ekki verið í ábúð síðustu 50 eða 100 árin eða lengur, eins og fram kom í fyrrnefndum máldaga-uppskriftum frá Hólum og Skálholti um 1590, þótt ekki væri útilokað, ef hér hefði verið um venjulega jörð að ræða, að hún hefði þó komizt í ábúð öðru hverju. Sú staðhæfing, að jörðin kunni aldrei aftur að byggjast, er í sjálfu sér í engu frábrugðin sams konar ummælum, bæði hans (t. d. um kotin hjá Ási, Pétursbýli og Hellir í Vetleifsholtahverfi) og annarra eigenda og umráðamanna, um aðrar jarðir og kot, sem þá voru í eyði um allt land, en sannarlega komust í ábúð aftur, í hinum langa góðæriskafla á árunum 1706—1751. Það verður því að lesa þessa lýsingu Bjarna með mikilli gætni. Jólgeirsstaða er hvergi getið í vísitazíum biskupanna Jóns Árna- sonar og Ólafs Gíslasonar. En Finnur biskup Jónsson man allt í einu eftir þeim og setur þessa klausu í vísitazíu sína 18. ágúst 1757: „Item á hún (þ. e. Áskirkja) Jólgeirsstaði, sem standa á sandi og nú eru í eyði“. Engar sagnir virðast til um það að Jólgeirsstaðir hafi aftur komizt í ábúð á þessu hálfrar aldar tímabili: Viðbótin „og nú eru í eyði“ gætu bent til þess. Svo þarf þó ekki að vera, heldur upp- tugga frá 1685 og Jb. Á. M. Þessi sama frásögn stendur orðrétt í síðari vísitazíu Finns og þeirra biskupanna Hannesar Finnssonar og Geirs Vídalíns, (t. d.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.