Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 102
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sýslumaður og rektor í Skálholti. Með honum féll í valinn síðasti
einkaeigandi Ástorfunnar. Eftir dauða hans skiptist eignin milli
erfingja hans, og síðan hafa margir átt hluta í henni. Á þetta
er minnzt hér sakir þess, að hvergi er hægt að sjá, að við þessi
fyrstu skipti á Ástorfunni hafi verið minnzt á jörðina Jólgeirsstaði
í því sambandi og hún þess vegna ekki fallið í neinn arfahlutann
sem sérstök eign. Fór hér eins og fyrr, að þessi svokallaða kirkju-
eign, að því leyti sem hún var einhvers metin, þá var hún falin
í heimajörðinni. Aldrei var hún talin hjáleiga frá Ási.
IX.
Það hefir jafnan verið sagt og byggt á ummælum, sem gengið
hafa kvnslóð fram af kvnslóð á þessum slóðum, að Áshjáleigan Sel
hafi orðið til á bann hátt, að hinir fornu Ásmenn hafi haft þar í
seli. Jólíreirsstaðir hafa að vísu getað haft þar í seli áður, sama gat
kvíabóhð verið. en um stöðulinn er ekki vitað. Hins vegar mátti
það vera vel ráðið að hafa selstöð í Seli, meðan verið var að leggja
Jólgeirsstaði niður sem sérstakt býli, en leigja það síðan út sem
fullkomna hjáleigu. Síðar meir var handhægt að kenna uppblæstri,
þótt hann í rauninni skinti engu máli, um það að jörðin var í eyði,
og kom sér þá vel. að hún var ekki við alfaraveg. Hins vegar gat
verið notalegt að láta hiáleigubændurna, nágrannana vita, að Jól-
geirsstaðir væru eign kirkjunnar. Það er auðsætt, að þeir Ásmenn
hafa knnnað að halda á sínu. Af einhverjum ástæðum hafa þeir
ekki viliað láta það heita svo, að þeir flyttu Jólgeirsstaðabæinn
að Seli ocr gamla nafnið héldist. En fyrir bragðið verða Jólgeirs-
staðir ekki nema nafnið tómt, eða ef til vill er réttara að segja,
að þeir hafi aðeins verið daufur skuggi af fornu skinulagi, jarð-
eignaskintinoru á ef til vill töluvert stærra svæði en Ástorfan var,
sem nú er löngu glevmd og týnd og engar menjar finnast um aðrar.
Árið 1709 var Ástorfan talin eitt hundrað hundraða á landsvísu.
Af því voru hjáleigurnar, Hóll (síðar Áshóll) og Sel, tíu hundruð
hvort og Ásmundarstaðir sjö hundruð, það er norðurhluti Ásjarð-
arlands tuttugu og sjö hundruð á landsvísu. Þessi skipan virðist
hafa staðið óbrevtt að minnsta kosti eins langt aftur og elztu
menn mundu 1709 og reyndar lengur aftur úr, og eigendurnir í
Ási fengu jafnan fullt endurgjald fyrir þennan hluta eignar sinn-
ar, án alls tillits til jarðskemmda (sem í rauninni skiptu engu eða
harla litlu máli). Það er ekki hægt annað en dást að hagsýni eða