Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 104
104 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Samkvæmt áðurnefndum vísitazíugerðum, 1888 og 1894 virðist að lokum samkomulag hafi orðið um það, að Ásbóndinn eða bænd- urnir létu þar allt afskiptalaust, gegn því að hinir slepptu öllu til- kalli til íhlutunar um rekatimbur og önnur ítök Áss, en um það hefir verið einhver rekistefna, eins og fram kemur í þinglýsingu í Þjóð- ólfshaga, 11. júní 1793, þar var meðal annars lesið:42 — — — „upplesin lögfesta Jóns Eyjólfssonar á Háamúla á eignarjörð hans Áshól í Holtum með öllum gögnum og gæðum til fjalls og fjöru, eirnin rekaplátz henni tilheyrandi í Auss fjöru takmörkum."-------- Þá er rétt að geta þess, að á öllum gömlum landsuppdráttum, fram að 1844, þar sem bæjarnöfn eru sett á uppdrættina, standa Jólgeirs- staðir þar. Og venjulegast nokkurn veginn rétt staðsettir, sem er meira en hægt er að segja um margar aðrar jarðir. Staðarnafnið hefir lengi loðað í minni manna. X. Þótt ekkert sandfok komi til eða önnur veigamikil náttúruundur, má segja, að árlega verði yfirborðsbreytingar á landslagi í Holtun- um, og þar sem jarðvegur er annars staðar svipaður. Venjulegast er þessari breytingu ekki veitt athygli, fyrr en hún hefir þróazt í sömu átt um árabil og landslagið í rauninni breytt um svip, frá því sem áður var. Þetta á sér einkum stað á mótum mýrar og vall- lendis, eða þegar mýrarblettir breytast í þurra móa, rima eða öfugt. Af þessari ástæðu er ógjörningur að gjöra sér nákvæma grein fyrir hvernig landslagið á þessum slóðum hefir verið, þegar upp- blásturinn hófst, en í höfuðdráttum má sjá, hvert viðhorfið hefir verið. Vestan við Ásana og meðfram þeim hefir verið mýrarsund, að heita má alla leið austan frá Steinslæk, örmjótt fyrst, en breikk- aði, er kom vestur fyrir Jólgeirsstaði. Norðan við og meðfram mýri þessari hefir austast verið örmjó rimateyging eða valllendis- brún, og hefir gatan frá Sumarliðabæ og að Jólgeirsstöðum legið eftir eða utarlega í henni. Norður af rimanum hefir tekið við mýrin, sem nær alla leið niður að læk hjá bænum Áshóli. Riminn hefir náð frá læknum og allt vestur undir Breiðuvík, eða rétt vestur fyrir núverandi Sléttuland, og breikkað þar, ef breikkunin stafar þá ekki af síðari tíma uppblæstri á Selsandi. Vestur af rimanum og norður af Breiðuvík hefir verið mýrarblettur eða að minnsta kosti 42 Dómabók Rangárvallasýslu 1793.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.