Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 117

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 117
TÍU SMÁGREINAR 117 ur aðeins hreint moldarlag svo sem 20—30 sm, en síðan harða klöpp þar fyrir neðan. Þetta sýnir ótvírætt, að eldstæðin eru ævagömul, ef til vill í hinum fyrsta bæ í Bakkárholti, eða a. m. k. elzta bænum á þessum stað. Ef til vill væri réttast að tala hér aðeins um eitt eldstæði, þótt það væri í tvennu lagi, því að til samans er þetta ein heild. Annað þeirra var niðurgrafið í gólf hússins (þró), en hitt hlaði'ð upp á gólfinu (hlóðir). Þróin var austar, 25—27 sm djúp, gerð úr hellum og flötum steinum, sem reknir voru á rönd niður í gólfið. Hún var 50 sm breið og hefur verið um 90 sm löng, eins og sést af hinum steinlagða botni en vesturgaflinn var úr og kominn flái ofan í þróna frá þeim enda. Þróin var full af ösku, mest rauðleitri móösku, og steinarnir voru eldmarkaðir. 1 framhaldi af vesturenda þróarinnar voru svo hlóð- irnar, haglega settir steinar í ferhyrning, 70 sm á hlið að innanmáli, áðeins eitt steinalag á þrjár hliðar, 20—25 sm hátt, en bakhliðin (sú sem fjærst var þrónni) tvö lög, um 30 sm á hæð. Botninn var lagður hellum eins og botn þróarinnar. Á framhliðinni, þeirri sem vissi að þrónni, var op, líkt og dyr, og hella flöt í, svo sem væri hún dyra- hella eða þröskuldur. í hlóðunum hafði safnazt fyrir mikil aska og steinum þá bætt í, bæði allstórum hlóðarsteinum og miklu af hnött- óttum og allavega ávölum hnullungum, hnefastórum og þar um bil. Allir voru þeir mjög eldaðir. Allmargir þessara steina lágu í vestur- enda þróarinnar, eins og þeir hefðu borizt þangað úr hlóðunum. Ekki var unnt að sjá, úr því sem komið var, hvort eldstæði þessi hefðu verið við vegg í húsi eða laus frá á gólfi, þótt hið síðarnefnda virtist fullt eins líklegt. Allt var þetta einstaklega laglega gert og prýðilega skýrt og vel varðveitt, svo að unun var á að horfa. Varla getur hjá því farið, að þarna hafi verið höfð um hönd einhvers konar eldamennska. Trúlegt virðist, að í eldstæðinu á gólfinu eða hlóðunum, sem ég hef kallað svo hér, hafi verið kyntur eldur og hnöttóttu steinarnir hitaðir í honum, og þegar svo glóðin var orðin mikil og steinarnir sjóðheitir, hafi hvoru tveggja verið rakað ofan í þróna í því skyni að baka við brauð eða sjóða kjöt. Einmitt vegna þessa sambands þróarinnar við hlóð- irnar verður skiljanlegur fláinn á þeirri hli'ð hennar, sem að hlóð- unum vissi. Síðan hefur verið þannig frá gengið í þrónni, að hún héldi sem lengst og bezt hitanum að því, sem í henni átti að malla. Ekki virðist ólíklegt, að þetta sé þá gott dæmi um fornan seySi og allur útbúnaðurinn sýni, hvernig hægt var að standa að þeirri elda- mennsku. Vafalaust hefur fyrirkomulag seyðis ekki .verið nákvæm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.