Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 117
TÍU SMÁGREINAR
117
ur aðeins hreint moldarlag svo sem 20—30 sm, en síðan harða klöpp
þar fyrir neðan. Þetta sýnir ótvírætt, að eldstæðin eru ævagömul, ef
til vill í hinum fyrsta bæ í Bakkárholti, eða a. m. k. elzta bænum á
þessum stað.
Ef til vill væri réttast að tala hér aðeins um eitt eldstæði, þótt það
væri í tvennu lagi, því að til samans er þetta ein heild. Annað þeirra
var niðurgrafið í gólf hússins (þró), en hitt hlaði'ð upp á gólfinu
(hlóðir). Þróin var austar, 25—27 sm djúp, gerð úr hellum og flötum
steinum, sem reknir voru á rönd niður í gólfið. Hún var 50 sm breið
og hefur verið um 90 sm löng, eins og sést af hinum steinlagða botni
en vesturgaflinn var úr og kominn flái ofan í þróna frá þeim enda.
Þróin var full af ösku, mest rauðleitri móösku, og steinarnir voru
eldmarkaðir. 1 framhaldi af vesturenda þróarinnar voru svo hlóð-
irnar, haglega settir steinar í ferhyrning, 70 sm á hlið að innanmáli,
áðeins eitt steinalag á þrjár hliðar, 20—25 sm hátt, en bakhliðin (sú
sem fjærst var þrónni) tvö lög, um 30 sm á hæð. Botninn var lagður
hellum eins og botn þróarinnar. Á framhliðinni, þeirri sem vissi að
þrónni, var op, líkt og dyr, og hella flöt í, svo sem væri hún dyra-
hella eða þröskuldur. í hlóðunum hafði safnazt fyrir mikil aska og
steinum þá bætt í, bæði allstórum hlóðarsteinum og miklu af hnött-
óttum og allavega ávölum hnullungum, hnefastórum og þar um bil.
Allir voru þeir mjög eldaðir. Allmargir þessara steina lágu í vestur-
enda þróarinnar, eins og þeir hefðu borizt þangað úr hlóðunum. Ekki
var unnt að sjá, úr því sem komið var, hvort eldstæði þessi hefðu
verið við vegg í húsi eða laus frá á gólfi, þótt hið síðarnefnda virtist
fullt eins líklegt.
Allt var þetta einstaklega laglega gert og prýðilega skýrt og vel
varðveitt, svo að unun var á að horfa. Varla getur hjá því farið, að
þarna hafi verið höfð um hönd einhvers konar eldamennska. Trúlegt
virðist, að í eldstæðinu á gólfinu eða hlóðunum, sem ég hef kallað svo
hér, hafi verið kyntur eldur og hnöttóttu steinarnir hitaðir í honum,
og þegar svo glóðin var orðin mikil og steinarnir sjóðheitir, hafi
hvoru tveggja verið rakað ofan í þróna í því skyni að baka við brauð
eða sjóða kjöt. Einmitt vegna þessa sambands þróarinnar við hlóð-
irnar verður skiljanlegur fláinn á þeirri hli'ð hennar, sem að hlóð-
unum vissi. Síðan hefur verið þannig frá gengið í þrónni, að hún
héldi sem lengst og bezt hitanum að því, sem í henni átti að malla.
Ekki virðist ólíklegt, að þetta sé þá gott dæmi um fornan seySi og
allur útbúnaðurinn sýni, hvernig hægt var að standa að þeirri elda-
mennsku. Vafalaust hefur fyrirkomulag seyðis ekki .verið nákvæm-