Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 118
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lega eins alls sta'ðar, þótt matarmeðferðin sjálf væri í rauninni hin sama. Nokkru ofar í mannvistarlögunum en seyðirinn var, fundust tveir kljásteinar og þrjár rauðagjallskökur, sem nú eru í Þjóðminjasafn- inu (Þjms. 13577—13578). 2. Níð um Lárentíus biskup Kálfsson. Árið 1907 fann norski sagnfræðingurinn Fr. Macody Lund mið- aldaáletrun, sem víkur að þekktum íslendingi á býsna óvenjulegan hátt. Áletrunin er í dómkirkjunni í Niðarósi. Macody Lund flutti er- indi um hana í Norska Vísindafélaginu 17. apríl 1931 og sýndi fram á, að í henni væri svívirðilegt níð um Lárentíus Kálfsson Hólabiskup og ætti það rætur að rekja til valdabaráttunnar milli erkibiskups og kórsbræðra í Niðarósi um 1300. Fyrirlesturinn er prentaður í Histor- isk Tidsskrift, 30. bd., Ósló 1934—36, bls. 353—372. Vera má, að áletrun þessi hafi einhvers staðar verið kynnt á íslenzku, en eigi að síður eru hér birt nokkur aðalatriði úr fyrirlestri Macody Lunds, dálítið samandregin, þar eð gera má ráð fyrir, að lesendum Árbókar muni þykja forvitnilegt að sjá nafn hins merka íslendings í svo furðulegi samhengi. Macody Lund segir meðal annars: „Áletrun þessa fann ég 1907 og lét gera afsteypu af henni. Hún er krotuð á eina af súlunum austan til við dyrnar á suðurhlið kirkju- skipsins — með öðrum orðum til hægri, þegar gengið er inn í kirkj- una, — og hvolfgöngin, sem á miðöldum lágu frá erkibiskupsgarð- inum til kirkjunnar. Hvelfingarlisti á stólpanum vestan við eða til vinstri við dyrnar er leif af þessum hvelfda undirgangi. Þannig hafa kirkjunnar menn á daglegri göngu sinni til helgra iðkana í kirkjunni getað svalað anda sínum við fagurt efni áletrunarinnar. Hún er mannhæð frá gólfi, svo að heita má í hæsta máta furðulegt, að hún skyldi ekki uppgötvast fyrr — sögulega merkilegasta áletrunin, sem til er í allri kirkjunni, að undanteknum þremur tileinkunum, sem áður er um getið. Eins og myndin sýnir, er áletrunin í 5 línum. Hún byrjar í 2. línu með LAVREN og heldur svo áfram í 1. línu með TIUS. Reynt hefur verið að afmá þessa línu, en það hefur til allrar hamingju ekki tekizt betur en svo, áð stafirnir eru enn fullgreinilegir. 1 3. línu stendur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.