Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 118
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lega eins alls sta'ðar, þótt matarmeðferðin sjálf væri í rauninni hin
sama.
Nokkru ofar í mannvistarlögunum en seyðirinn var, fundust tveir
kljásteinar og þrjár rauðagjallskökur, sem nú eru í Þjóðminjasafn-
inu (Þjms. 13577—13578).
2. Níð um Lárentíus biskup Kálfsson.
Árið 1907 fann norski sagnfræðingurinn Fr. Macody Lund mið-
aldaáletrun, sem víkur að þekktum íslendingi á býsna óvenjulegan
hátt. Áletrunin er í dómkirkjunni í Niðarósi. Macody Lund flutti er-
indi um hana í Norska Vísindafélaginu 17. apríl 1931 og sýndi fram
á, að í henni væri svívirðilegt níð um Lárentíus Kálfsson Hólabiskup
og ætti það rætur að rekja til valdabaráttunnar milli erkibiskups og
kórsbræðra í Niðarósi um 1300. Fyrirlesturinn er prentaður í Histor-
isk Tidsskrift, 30. bd., Ósló 1934—36, bls. 353—372. Vera má, að
áletrun þessi hafi einhvers staðar verið kynnt á íslenzku, en eigi að
síður eru hér birt nokkur aðalatriði úr fyrirlestri Macody Lunds,
dálítið samandregin, þar eð gera má ráð fyrir, að lesendum Árbókar
muni þykja forvitnilegt að sjá nafn hins merka íslendings í svo
furðulegi samhengi. Macody Lund segir meðal annars:
„Áletrun þessa fann ég 1907 og lét gera afsteypu af henni. Hún
er krotuð á eina af súlunum austan til við dyrnar á suðurhlið kirkju-
skipsins — með öðrum orðum til hægri, þegar gengið er inn í kirkj-
una, — og hvolfgöngin, sem á miðöldum lágu frá erkibiskupsgarð-
inum til kirkjunnar. Hvelfingarlisti á stólpanum vestan við eða til
vinstri við dyrnar er leif af þessum hvelfda undirgangi. Þannig hafa
kirkjunnar menn á daglegri göngu sinni til helgra iðkana í kirkjunni
getað svalað anda sínum við fagurt efni áletrunarinnar. Hún er
mannhæð frá gólfi, svo að heita má í hæsta máta furðulegt, að hún
skyldi ekki uppgötvast fyrr — sögulega merkilegasta áletrunin, sem
til er í allri kirkjunni, að undanteknum þremur tileinkunum, sem áður
er um getið.
Eins og myndin sýnir, er áletrunin í 5 línum. Hún byrjar í 2. línu
með LAVREN og heldur svo áfram í 1. línu með TIUS. Reynt hefur
verið að afmá þessa línu, en það hefur til allrar hamingju ekki tekizt
betur en svo, áð stafirnir eru enn fullgreinilegir. 1 3. línu stendur