Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 121
TlU SMÁGREINAR 121 bræðra einhliða öfgar. Sú rætna áletrun, sem nú er fundin, og stað- urinn sem hún fannst á, lýsa hins vegar ruddaskap, sem fyllilega staðfestir lýsingu sögunnar um framferði kórsbræðra. Lárentíus saga er á margan hátt framúrskarandi hugtæk. Hún er, eins og Guð- brandur Vigfússon hefur réttilega sagt: „a very charming and inter- esting saga, giving the picturesque and chequered career of a good and gifted man“; en hún er miklu meira og reyndar alveg einstæð, því að hún er í rauninni minningabók, hin eina sem til er í forn- norrænum bókmenntum. Satt er það, að hún er ekki skrifuð í fyrstu persónu og því ekki af Lárentíusi sjálfum, heldur er hún skrifuð af eftirlætisnemanda hans og trúnaðarritara, síra Einari Hafliðasyni, og hafði Lárentíus lagt ríkt á við hann að festa sér í minni og rita allt, sem hann hafði sagt honum um ævi sína, bæði áður en og eftir að hann varð biskup á Hólum.“ (Hér gerir Macody Lund síðan allítarlega grein fyrir deilunum milli Jörundar erkibiskups og kórsbræðra og fylgir þar atburðarás- inni, eins og við þekkjum hana úr Lárentíus sögu. Hlaupið er að mestu yfir þennan kafla hér, en höfuðatriði skulu þó rifjuð upp. Lárentíus prestur Kálfsson kom til Niðaróss haustið 1294 í fylgd með Pétri riddara af Eiði, sem rekið hafði konungserindi hér á landi. Fyrir þennan kunningsskap við svo áhrifamikinn mann komst Lár- entíus brátt í kærleika við Jörund erkibiskup, sem þá átti í hinni hatrömu deilu við kórsbræður. Beitti erkibiskup Lárentíusi presti mjög fyrir sig gegn kórsbræðrum og lét hann meðal annars lesa bannfæringarbréf yfir nokkrum fyrirliðum þeirra, þegar aðrir feng- ust ekki til þess. „Dýrt er drottins orðið“, mælti Lárentíus þá, „en gera skal eg það og frambera, sem þér viljið, meðan eg er í yðar þjónustu, en það veit eg, að svo lítt sem kórsbræðrum líkar til mín áður, mun það þó áaukast". Þetta brást ekki heldur, því að kórs- bræður sneru nú fullri heift á hendur Lárentíusi. Nokkrum árum síðar var Lárentíus sendur til íslands ásamt munki nokkrum, sem Björn hét, og skyldu þeir vera visitatores eða eftirlitsmenn fyrir hönd erkibiskups, en fyrir róg og lygar bróður Bjarnar og tortryggni Jörundar biskups á Hólum, svo og vaxandi uppgang kórsbræðra í Niðarósi, hafði Lárentíus það upp úr sendiför sinni, að kórsbræður tóku hann fastan þegar í stað, er hann sté á land í Niðarósi haust- ið 1308 og vörpuðu honum í svarthol, þar sem hann sætti hinni verstu meðferð. Eftir lát Jörundar erkibiskups 1309 voru honum svo gerðir tveir kostir, að sitja kyrr í dýflissunni eða vera sendur heim til íslands undir vald Jörundar Hólabiskups. Hann tók síð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.