Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 130
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 7. Merkilegur girðingarstaur — rifur úr vefstaðnum forna. Sunnudaginn 11. ágúst 1963 komu til mín í safnið tveir starfs- menn Landssímans í Reykjavík, þeir Björn Halldórsson og Jóhannes Jónsson, og sögðu mér, að þeir hefðu rekizt á kynlegan girðingar- staur norður í Húnavatnssýslu, er þeir voru þar fyrir skemmstu á sumarferðalagi. Rétt vestan við Gljúfrá, sem er á mörkum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu, stigu þeir út úr bíl sínum og gengu norður á mela, er þar verða. Skammt fyrir neðan veginn liggur girðing þvert yfir melana og fram af þeim niður í láréttan móa milli melanna og árinnar. Girðing þessi var fremur lasleg og gamalleg og staurarnir sýnilega ekki allir nýir af nálinni. Og þarna í móanum var þeirra á meðal hinn einkennilegi staur, sem þeir fé- lagar sögðust ekki sjá betur en væri rifur úr gamla vefstaðnum, kljásteinavefstaðnum. Þetta voru tíðindi, því að langt er nú síðan nokkuð hefur rekið á fjörur af þessu gamla og virðulega tæki annað en kljásteina, sem finnast í jörðu. Hinn 24. ágúst átti ég leið norður, er Hóladómkirkja átti tveggja alda afmæli. Tókst greiðlega áð finna hinn merkilega staur eftir tilvísun finnendanna, og leyndi það sér ekki, að þeir höfðu þekkt hann rétt. Þarna stóð rifur úr kljásteinavefstað, grannur og veiga- lítill að sjá, en höfuðstór, þar sem var ferstrendur rifshausinn með götum á tvo vegu fyrir haldvindurnar. Rifurinn var veðraður mjög og á mosi í mörgum litbrigðum, sem skörtuðu fagurlega í kvöldsól. Ég hugsaði með mér, að létt verk mundi að kippa af honum strengjunum með berum höndunum, en þáð fór á aðra leið, sá gamli reyndist ótrúlega seigur og halda fast þeim nöglum, sem í hann höfðu verið reknir. Varð ég frá að hverfa að sinni, enda kunni ég betur við að finna að máli bóndann í Miðhópi, áður en ég fjarlægði staurinn. Lét ég að sinni nægja að taka myndir af honum bæði í lit og með svörtu og hvítu. Hinn 29. ágúst fór ég þarna um aftur á suðurleið. Hitti ég áð máli bóndann í Miðhópi, Benedikt Axelsson, en hann reyndist að- eins hafa búið á jörðinni síðan um vorið og vissi ekki til þess, að neinn sérstaklega merkilegur girðingarstaur væri í landareigninni. En fúslega gaf hann mér leyfi til að hirða staurinn og fara með hann á Þjóðminjasafnið. Bjó ég mig út með naglbít, og gekk þá greiðlega að losa strengina af staurnum og kippa honum síðan upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.