Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 130
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. Merkilegur girðingarstaur — rifur úr
vefstaðnum forna.
Sunnudaginn 11. ágúst 1963 komu til mín í safnið tveir starfs-
menn Landssímans í Reykjavík, þeir Björn Halldórsson og Jóhannes
Jónsson, og sögðu mér, að þeir hefðu rekizt á kynlegan girðingar-
staur norður í Húnavatnssýslu, er þeir voru þar fyrir skemmstu
á sumarferðalagi. Rétt vestan við Gljúfrá, sem er á mörkum
Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu, stigu þeir út úr bíl sínum og
gengu norður á mela, er þar verða. Skammt fyrir neðan veginn
liggur girðing þvert yfir melana og fram af þeim niður í láréttan
móa milli melanna og árinnar. Girðing þessi var fremur lasleg og
gamalleg og staurarnir sýnilega ekki allir nýir af nálinni. Og þarna
í móanum var þeirra á meðal hinn einkennilegi staur, sem þeir fé-
lagar sögðust ekki sjá betur en væri rifur úr gamla vefstaðnum,
kljásteinavefstaðnum. Þetta voru tíðindi, því að langt er nú síðan
nokkuð hefur rekið á fjörur af þessu gamla og virðulega tæki
annað en kljásteina, sem finnast í jörðu.
Hinn 24. ágúst átti ég leið norður, er Hóladómkirkja átti tveggja
alda afmæli. Tókst greiðlega áð finna hinn merkilega staur eftir
tilvísun finnendanna, og leyndi það sér ekki, að þeir höfðu þekkt
hann rétt. Þarna stóð rifur úr kljásteinavefstað, grannur og veiga-
lítill að sjá, en höfuðstór, þar sem var ferstrendur rifshausinn með
götum á tvo vegu fyrir haldvindurnar. Rifurinn var veðraður mjög
og á mosi í mörgum litbrigðum, sem skörtuðu fagurlega í kvöldsól.
Ég hugsaði með mér, að létt verk mundi að kippa af honum
strengjunum með berum höndunum, en þáð fór á aðra leið, sá gamli
reyndist ótrúlega seigur og halda fast þeim nöglum, sem í hann
höfðu verið reknir. Varð ég frá að hverfa að sinni, enda kunni ég
betur við að finna að máli bóndann í Miðhópi, áður en ég fjarlægði
staurinn. Lét ég að sinni nægja að taka myndir af honum bæði í lit
og með svörtu og hvítu.
Hinn 29. ágúst fór ég þarna um aftur á suðurleið. Hitti ég áð
máli bóndann í Miðhópi, Benedikt Axelsson, en hann reyndist að-
eins hafa búið á jörðinni síðan um vorið og vissi ekki til þess, að
neinn sérstaklega merkilegur girðingarstaur væri í landareigninni.
En fúslega gaf hann mér leyfi til að hirða staurinn og fara með
hann á Þjóðminjasafnið. Bjó ég mig út með naglbít, og gekk þá
greiðlega að losa strengina af staurnum og kippa honum síðan upp