Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 140
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
berast, enn fremur hefur hann umsjón með mannamyndasafninu
og hljómplötu- og segulbandasafninu. Hann hefur á undanförnum
árum lagt mjög mikla vinnu í að koma mannamyndasafninu fyrir
í nýjum skápum, og er því verki hvergi nærri lokið. Verður þessi
nýja skipan til mikils hagræðis. Þorkell Grímsson hélt áfram að
skrá safnauka eins og áð undanförnu. Elsa E. Guðjónsson sá um
veftasafnið og Þór Magnússon um Þjóðháttadeildina. Þjóðminja-
vörður annaðist að sjálfsögðu alla daglega stjórn stofnunarinnar
og hafði á hendi mest af bréfagerðum hennar. Má með sanni segja,
að sú stjórn, svo og öll önnur störf stofnunarinnar, fari vaxandi
og verði umsvifameiri með ári hverju. Jafnt og þétt fjölgar gestum,
sem sækja safnið heim, bæði almennum safngestum og fræðimönn-
um, og fylgja þessu allmiklar annir fyrir safnmennina. Minnkar
að sama skapi tími og tóm til fræðistarfa, þótt ekki séu méð öllu
lagðar árar í bát. Árangurinn af fræðimennsku safnmannanna birt-
ist í Árbók fornleifafélagsins, sem þjóðminjavörður er ritstjóri
að og safnmennirnir vinna alltaf að með honum meira eða minna.
Geta ber þess, að enn var unnið nokkuð að viðhaldi hússins á þessu
ári, lokið við að plasthúða þakrennur í þeirri von, að takast megi að
vernda þær fyrir frekari sköðum, hvernig sem reyndin verður, enn
fremur haldið áfram að yfirfara rafkerfi hússins og að lokum
málað handrið á útitröppum og flaggstengur. Búast má við vaxandi
viðhaldskostnaði á húsinu eftir því sem það eldist.
Allmikil breyting var gerð innanhúss í sambandi við móttöku
hinnar veglegu gjafar Mark Watsons. Lítil stofa, sem hingað til
hefur verið kölluð Fiske-safn og í voru einkum gripir þeir, sem
prófessor Fiske gaf safninu á sínum tíma, var nú tæmd og allt, sem
í henni var, flutt ni'ður í forsal sjóminjasafns. 1 stofunni var síðan
komið fyrir sex vatnslitamyndum merkilegum eftir Edward Dayes
(sbr. kafla um safnauka hér á eftir), Reykjavíkurmynd frá 1862,
nokkrum pennateikningum eftir Aug. Schiott og eins mörgum
Collingwood-myndum og fyrir varð komið, en það er reyndar lítill
hluti þeirra mynda, sem Watson hefur gefið safninu. Þessi mynda-
stofa varð mjög smekkleg, og þegar hún var að öllu tilbúin, bauð
þjóðminjavörður menntamálaráðherra, brezka sendiherranum og
nokkrum fleiri gestum og blaðamönnum að skoða hana og sagði um
leið frá gjöf Watsons. Þetta gerðist hinn 5. marz, og var þar með
stofan opnuð almenningi. Frá safnsins sjónarmi'ði verður að teljast
vinningur að þessari breytingu. Geta skal þess í þessu sambandi, að
Mark Watson kom hingað í heimsókn síðar á árinu og kom þá enn