Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 152
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ur það áð bíða næsta árs. Ótækt þótti að hafa kirkjuna óvarða fyrir
ágangi hrossa yfir veturinn, og því var, í samráði við umsjónar-
mann kirkjugarða, sett upp plankagirðing kringum garðinn allan og
kirkjuna. Enn er eftir að gera garðinum sjálfum til góða, en farið
var með kunnuga menn út í eyna og öll leiði skráð, sem þeir þekktu.
Gerður var upp norðurveggur Víðimýrarkirkju í Skagafirði, og
enn fremur var dyttáð nokkuð að Laufásbænum, en annars var ekki
teljandi unnið við gömlu torfhúsin. Þess ber þó að geta, að Gísli
Gestsson fór með smiði með sér að Núpsstað og gerði nokkrar endur-
bætur á þaki bænhússins.
Nokkurt umtal varð á árinu um tvo bæi, sem til greina kæmi að
varðveita. Eru það bærinn í Selinu í Skaftafelli í Öræfum og bærinn
á Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Um hinn fyrrnefnda átti
þjóðminjavörður umræður við Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, og
taldi hann, að vel mætti enn gera við bæinn, en hitt væri meira undir
hælinn lagt, hvort þeim Skaftafellsbændum entist tími til að vinna
nokkuð að viðgerð hans. Ef Skaftafell verður þjóðgarður, eins og
helzt lítur út fyrir, er það aukin ástæða til að láta þennan fulltrúa
fyrir skaftfellska bæi standa til framtíðar. Um Þverárbæinn er það
að segja, að senn verður úr honum flutt, og í því sambandi óskaði
stjórn Kaupfélags Þingeyinga eftir, að þjóðminjavörður kæmi til
fundar við hana til að ræða möguleika á að bjarga þessum merka
bæ frá tortímingu. Gerði þjóðminjavörður það, og síðan fór hann
að Þverá (18. ágúst) og hafði tal af Jónasi bónda Snorrasyni. Virð-
ist vera fullur áhugi allra, sem hlut eiga að máli í héraðinu, fyrir
varðveizlu bæjarins, en endanleg ákvörðun var ekki tekin. Nauðsyn-
legt er að taka bæinn til meðferðar strax þegar flutt er úr honum,
ef nokkuð á úr að verða. Væntanlega verður þessum málum tveimur
ráðið til lykta á næsta ári.
Áfram var haldið allt árið að reyna að koma á samningum um
kaup á Nesstofu, enda var í fjárlögum heimild fyrir ríkisstj órnina
til að festa kaup á þessu merka húsi. Því miður strönduðu þær samn-
ingaviðræður á því, að ekki er enn hægt að tryggja eigendum annars
helmings stofunnar lóð og byggingarleyfi eftir óskum þeirra, og
v^ru þetta mikil vonbrigði eftir mjög mikla fyrirhöfn. Er þess þó
enn að vænta, að málið verði tekið upp á nýjan leik og leitt til lykta
svo sem bezt má verða, og síðan verði í alvöru snúizt við því að ná
eignarhaldi á Viðeyjarstofu, en Alþingi og ríkisstjórn hafa þegar lýst
vilja sínum í þessu efni með áðurnefndri fjárlagaheimild, sem ná átti
til beggja húsanna.