Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 153
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965 153 Allmikil áframhaldandi afskipti hafði þjóðminjavörður af Sívert- senshúsi í Hafnarfirði, en þar í bæ hefur nú verið stofnað til víð- tækra samtaka til þess að bjarga húsinu og láta gera við það eins og það var í upphafi, eftir því sem næst verður komizt. Veitti Alþingi kr. 100 þús. til þessarar viðgerðar á árinu og gaf von um annað eins á næsta ári. Flutt var úr húsinu og allmikið rifið innan úr því af nýlegum innréttingum og annar undirbúningur gerður fyrir við- gerðina. Var ákveðið að fá til ráðuneytis um viðgerð hússins danskan arkitekt, sem sérþekkingu hefði á meðferð gamalla húsa, og hafði þjóð- minjavörður samband við slíkan mann í Danmerkurferð sinni seint á árinu. Er gert ráð fyrir, áð maður þessi komi til landsins fljót- lega upp úr áramótum og rannsaki húsið og leggi á ráð um sem flest varðandi viðgerðina. Ætlazt er til, að þjóðminjavörður hafi náið eftirlit með öllu, sem gert verður í sambandi við Sívertsenshús. Dagana 21.—27. júní dvöldust Gísli Gestsson og Þorkell Grímsson og með þeim tveir menn til viðbótar í Stöng í Þjórsárdal og héldu áfram því verki, sem hafið var í fyrra, nefnilega að hlaða upp veggi tóftanna úr góðum torfhnausum, sem fluttir eru ne'ðan frá Iðu. Var meðal annars hlaðin öll stofan á þennan hátt og nokkuð af skála, og eru nú allir sammála um, að ekki megi hætta við þetta verk fyrr en því er alveg lokið. Það má ekkert til spara að verja rústirnar í Stöng og gera þær sem aðgengilegastar fyrir fólk, því að aðsókn þangað er mjög mikil, og má þó vera, að hún eigi enn eftir að auk- ast, þegar stórframkvæmdir hefjast í dalnum og brýr koma á árnar. I gestabók í Stöng skráðu sig alls á árinu 5130 gestir. Getið skal þess, að Hörður Ágústsson listmálari hafði enn á þessu ári nokkurn styrk úr Vísindasjóði til þess að ferðast um og rann- saka, ljósmynda og mæla upp gömul hús í sveitum og kaupstöðum, en þetta starf hans er að töluverðu leyti unnið í samráði við Þjóð- minjasafnið og allur efniviður, sem safnast, á að verða eign þess. í samræmi við þingsályktun, sem gerð var á Alþingi 1964—65, skipáði menntamálaráðherra nefnd, með bréfi dags. 16. nóv., til þess að endurskoða lög nr. 40 frá 16. nóv. 1907, um verndun fornminja, lög nr. 8 frá 12. febrúar 1947, um viðhald fornra mannvirkja og byggðasöfn, og jafnframt til að semja frumvarp til laga um Þjóð- minjasafn Islands. í nefndinni eru Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur (formaður), Hörður Ágústsson listmálari, og dr. Þórður Eyjólfs- son fv. hæstaréttardómari. Þess skal að lokum getið með þökkum, að í árslokin afhenti séra Sigurbjörn Á. Gíslason þjóðminjaverði bankabók með kr. 20 þús., sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.