Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 13
LÍKNESKJUSMÍÐ 13 arorð í kvk. et. þgf. og ætti í nf. að vera kk. skalr, kvk. skgl og hvk. skalt og beygjast eins og t. d. svalur. Þetta orð er algerlega óþekkt; það er skýrt og greinilegt á ljósmynd af handritinu. Hugsanlegt væri að orðið sé misritað, en á móti því mælir að ritari virðist hafa skrifað það stafrétt eftir forriti, með c fyrir k, sem hann notar yfirleitt ekki. Líklegt er að orðið sé í sifjum við no. skel, en merk- ingin verður naumast ráðin af skyldum orðum. Eiginleikar sem tönn þarf að hafa til þess að hún sé hentug að fægja með henni og slétta er í fyrsta lagi að hún sé stór; sá eiginleiki er gefinn til kynna með því að taka fram að tönnin skuli vera úr vargi (úlfi) eða stór hundstönn. 1 öðru lagi er líklegt að tönnin þurfi að vera slétt og slípuð, og er þá sennilegast að með skalri tönn sé átt við fágaða tönn og vel slétta og víki að glerunginum á tönninni. — ‘skralim’ 52r.3, skrálím, no. hvk. Fyrri hluti orðsins er skrá í merkingunni húð, skinn; orðið er ugglaust þýðing á gluten corii, sjá DDA I 18. — ‘uuendiligr’ 51v.l0, óvendiligr, lo., kemur m. a. fyrir í Maríu sögu: ‘þigg þu giarna ouendiliga fædzlu’.10 Orðið merkir sama og óbreyttur, lítilfjörlegur. Eftir er að minnast á það orðið sem mestu heilabraki hefur vald- ið í þessum texta: ‘haspordi’ 52r.2, af hásporör, no. kk., ef rétt er lesið. 1 sambærilegum texta DDA I xviiii stendur: ... tolle herbam quae uocatur asperella, quae crescit in similitudinem iunci et est nodosa, þ. e. takið jurt þá sem er kölluð asperella, sem vex líkt og lókefli og er hrjúf. C. R. Dodwell kallar asperella á ensku shave- weed, þ. e. eskigras (equisetum hiemale), sem handverksmenn bæði hér á landi og annars staðar notuðu til að fægja með málma og fleira,11 en juncus þýðir hann með bukrush, sem er gras það stór- vaxið, er Danir nefna dunhammer og hefur verið nefnt lókefli á íslenzku. En undarlegt er að segja að eskigras vaxi líkt og lókefli. Jurtaheitið asperella hefur einnig verið haft um gras það sem Eng- lendingar nefna cut-grass (leersia oryzoides), sem miklu fremur má segja að vaxi líkt og lókefli, en aldrei veit ég hvort það hefur verið notað til að fægja með. Kr. Kálund las orð það sem hér ræðir um ‘hesfordi’ og tók fram að orðið væri sæmilega skýrt (synes forholds- vis tydeligt), sem má til sanns vegar færa. f útbláu ljósi sjást allir stafir greinilega, nema þeir sem hér eru lesnir ‘a’ og ‘p’; af hinum fyrra sjást aðeins leifar, sem allt eins geta verið af ‘e’, og ekki verð- ur fullyrt hvort hinn síðari er ‘f’ eða ‘p’. Ef átt er við jurt í íslenzka textanum, sem skuli notuð til að slétta með, kemur engin önnur til greina en eskigras, en mér er ófenginn fróðleikur um að það hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.