Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 21
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI 21 unnar í Skálholti og vafalítið einhver tignasti listgripur og helgi- gripur, sem nokkurn tíma hefur verið hér á landi, og því mætti þykja einhvers virði að færa saman á einn stað það sem vitað er um það, upphaf þess, sögu og endalok. Heimildir eru ekki ýkja mikl- ar og þaðan af síður nákvæmar eða ótvíræðar, eins og í ljós mun koma, þegar þær verða nú taldar upp og reynt að meta þær að verð- leikum0. Geta skal þess hér í upprifjunar skyni, að Þorlákur biskup Þór- hallsson andaðist í Skálholti árið 1193. Systursonur hans Páll Jóns- son varð eftirmaður hans á biskupsstóli og kom til stólsins eftir að hafa tekið vígslu í Lundi árið 1195. Þorlákur biskup var fyrsti klaustramaðurinn sem biskupsembætti gegndi á Islandi og lét mjög að sér kveða í kirkjustjórninni. Skal ekki út í það mál farið hér, en nokkrum árum eftir dauða hans, eða nánar tiltekið árið 1197, fóru menn mjög að bera það í mál að hann mundi vera sannheilagur maður, enda fóru þá að komast á loft undrasögur um áheitamátt hans. Virðist svo sem þetta hafi fyrst hafizt á Norðurlandi, en borizt síðan til Suðurlands, einnig hitt, að Páll biskup hafi í fyrstu látið sér hægt um að taka undir mál þeirra manna, sem fastast kváðu að um helgi biskups. En þegar hann fann að þar mundi varla á móti staðið og hafði sjálfur hugleitt málið rækilega og borið undir trún- aðarmenn sína, þá gekk hann skörulega fram og leyfði áheit á Þor- lák, enda gat honum að sjálfsögðu ekki dulizt, hvílík tekjulind opn- aðist þarna heilagri kirkju. Hinn 20. júlí 1198 voru bein Þorláks tekin úr jörðu og skrínlögð, og var sá dagur seinna (1237) lögleidd- ur sem Þorláksmessa á sumar, en árið eftir upptöku beinanna, 1199, var andlátsdagur biskups, 23. des., leiddur í lög sem Þorláksmessa á vetur7. Þorlákur biskup varð síðan þjóðardýrlingur íslendinga ásamt með Jóni helga Ögmundarsyni, en þó fremri honum og dýrk- un hans barst jafnvel nokkuð til annarra landa. Saga Þorláks biskups hin elzta mun vera skrifuð í Skálholti rétt eftir aldamótin 1200 og ætti að vera trúverðug samtímaheimild. Hún segir frá upptöku beina Þorláks biskups og er einnig væntanlega elzta heimild um skrínið, sem gert var utan um helgan dóm hans. Má nærri geta, að það hefur ekki mátt lengi dragast að gera slíkt skrín. I Þorláks sögu er svo að orði komizt um þetta:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.