Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 28
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Löngu seinna skrifaði svo séra Jón Halldórsson nánari lýsingu á meðferð Gissurar á skríninu. Hefur hann þó varla haft annað við að styðjast en frásögn séra Jóns Egilssonar og ef til vill sögusagnir en þó einkum það sem hann hefur talið liggja í hlutarins eðli. Þetta er í þættinum um Gissur Einarsson24, og þarf ekki að taka það upp hér af því að það er aðeins önnur útfærsla á því sem hann hafði skrifað í þættinum um Þorlák biskup, en sá hluti biskupasagna hans, þ. e. um kaþólsku biskupana, hefur ekki verið gefinn út. I Lands- bókasafni er handrit skrifað eftir eiginhandarriti séra Jóns af þessu riti, og þar segir svo í þættinum um Þorlák helga: „---------Var þá skríni Þorláks biskups útborið í kringum kirkju og kirkjugarðinn með hinni stærstu processione, hring- ingu, söngum, ljósakveikingum og öðrum hégóma ceremonium; að fá að bera skrínið, eður ganga undir því, var reiknað fyrir hina stærstu æru og syndakvittun. Vóx þessi hjátrú meir og meir fram eftir seinni tímunum og varaði allt til þess Gissur biskup Einarsson aftók hana og aftraði, sem hann kunni. Var þá skrínið rænt og ruplað sínum prýðilega búningi og dýrgrip- um“25. Trúlegt er að þessi lýsing Jóns Halldórssonar á þeirri meðferð, sem skrínið sætti af Gissuri biskupi sé ekki langt frá lagi. Og fróð- legt er að sjá að honum svellur allt í einu móður út af þessum aðför- um, þótt hann sé annars lítið hrifinn af dýrkun skrínisins og Þor- láks helga. Eftir lát Gissurar tók Jón Arason staðinn í Skálholti á sitt vald og reyndi að endurreisa það sem Gissur hafði svívirt að hans dómi, meðal annars hreinsaði hann kirkjuna. Ekki er þess getið að hann hafi látið setja skrínið aftur á sinn stað, þótt líklegt sé það. En þessi dýrð stóð ekki lengi. Jón Arason féll, og hið forna helgiskrín átti sér ekki viðreisnar von. Og líða nú tímar þangað til langt er liðið á 17. öld. Brynjólfur biskup Sveinsson bar meiri virðingu fyrir kaþólskum sið og minj- um hans en aðrir lúterskir biskupar. Þangað á það rót sína að rekja, að hann fer að sýna Þorláksskríni sóma. 1 afhendingarskrá, sem gerð er 8. júlí 1674, þegar Brynjólfur biskup afhendir eftirmanni sínum Þórði biskupi Þorlákssyni stað og kirkju í lifanda lífi, er skrínisins getið eftir langa þögn og þá á þessa leið:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.