Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 32
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS „Hímn byggði og sankti Thorláks höfuð meður klárt silfur og lagði sjálfur út í hans helgan dóm, hausinn heilan óbrot- inn“31. Það sem hér er um að ræða er trúlega það, að Vilkin biskup hef- ur látið taka höfuð dýrlingsins úr skríninu og gera að því sérstakt helgidómaskrín úr silfri, þá líklega í höfuðslíkingu. Slíkt var altítt að gera um einstaka limi, og þótti einkum mjög virðulegt að búa þannig um hendur og höfuð dýrlinga. Slíkt voru kölluð talandi helgi- dómaskrín32. Þannig átti Hóladómkirkja bæði sankti Johannis (Jóns ögmundarsonar) höfuð og hönd33. Vilkin biskup hefur viljað að Skálholtskirkja gerði ekki verr við sinn dýrling og látið gera helgi- dómaskrín um höfuð hans, Þorlákshöfuð. Um afdrif þess veit eng- inn, en trúlegt er að svo stór silfurgripur hafi naumast átt sér und- ankomu auðið, þegar verið var að safna saman kirkjusilfri og flytja það til Hafnar á siðaskiptatímunum. En hvað sem um það er, þá má víst telja að kókoshneturnar sem Eggert sá, eigi ekkert skylt við Þorlákshöfuð Vilkins biskups, svo að hann hefði getað sparað sér hæðiyrðin, og er þó ekki hins að dyljast að helgir dómar voru oft- ast falskir. En einmitt í þessu tilviki þurfti ekki að grípa til slíks. Höfuð Þorláks biskups hlýtur að hafa verið tiltækt með öðrum bein- um hans í skríninu. En þó að Eggert Óiafsson hafi farið villur vegar um þetta atriði, er hann eigi að síður merkur heimildarmaður um skrínið sjálft, lög- un þess og stærð. Og þar kemur lýsing séra Þorsteins í góðar þarfir til samanburðar og uppfyllingar. Skrínið var eins og hús (skemma) í laginu, eins og helzt mátti vænta og það var slegið emaljeraðri messingu auk sútaða skinnsins sem Brynjólfur biskup lét setja á það, („negldar á látúnssylgjur og lengjur", segir séra Þ. P.). Þetta eru mjög merkilegar upplýsingar, þótt ekki verði fullyrt að þessar plötur hafi verið á skríninu frá upphafi. Þær gætu verið skraut sem á það var sett síðar, og verður ekki séð að úr slíku verði skorið með vissu. Það er skrítið að ekki skuli vera getið um þessar plötur í afhendingarskránni frá 1674, þótt reyndar sé ætíð mjög undir hælinn lagt hvað nefnt er af smáatriðum í slíkum skrám; oftast er það mjög lítið. Og þá eru það upplýsingar Eggerts og séra Þorsteins um stærð skrínisins. Hjá Eggert stendur á hálfri alin í öllum málum, og gæti það vakið grun um að ekki sé nákvæmlega mælt, en nærri lagi ætti það að vera. Stærðin á skríninu er furðu mikil. Líldega er miðað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.