Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 37
ÞORLÁKSSKRÍN í SKÁLHOLTI
37
O O.S 1.0 1.5 2-0 METBAR.
Sennilegir megindrættir og stærð skrínisins.
ólfur biskup hressti það við stóð það norðan altaris. Kostnaður við
gerð skrínisins varð fjögur hundruð hundraða (stór) eða 480 kýr-
verð, sem er geipilegt fé, og sést það bezt á því að þetta er sama
upphæðin og Páll biskup kostaði til að smíða stöpul þann, sem hann
lét reisa í Skálholti og var mjög vönduð bygging og skreytt af beztu
hstamönnum. Miðað við nútímann er það verð ekki afskaplegt fyrir
vandaða byggingu, en með ólíkindum fyrir eitt skrín. En heimildin
virðist vera traust, og hið háa verð hlýtur þá að verulegu leyti að
stafa af háu verðlagi þeirra góðmálma sem notaðir hafa verið. Þar
að auki var skrínið mjög stórt eða sjálfsagt eins og meðallíkkista
að lengd, áreiðanlega meira en 1,50 m, þó sennilega nær 2 m, um
1,40 m á hæð, um 0,85 m breitt. Það hefur því verið tiltölulega hátt
og mjótt, eins og hús í lögun. Á einhvern hátt hefur það verið læst
með skrá og lykli, en tilgangslaust er að reyna að útmála smáatriði
í frágangi þaks og bursta og eins hvort svalir eða boghliðaröð hefur
verið undir niðri, þótt freistandi sé að gera slíkt og halda sig að
lýsingu Snorra á Ólafsskríni og taka um leið mið af litlu íslenzku
skrínunum sem varðveitzt hafa og nefnd voru í upphafi þessarar
greinar. Sjálfsagt hefur skrínið sjálft, kassinn, verið smíðað úr ein-